Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála.

0g við skulum halda því til haga að hlutur einstaklinga hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Fólk dregur að leita sér læknisaðstoðar vegna kostnaðar. Á Íslandi getur bara efnað fólk leyft sér að veikjast.
mbl.is Mikill vöxtur í útgjöldum vegna heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sem öryrki nýt ég mikilla fríðinda innan heilbrigðis geirans.  Borgaði 200 kr í morgun fyrir blóðprufu og 700 fyrir sprautulyf og deyfilyf.  Var frítt í öllum skoðununum á Lansa í síðustu viku.  En þetta er skelfilega erfitt.  Takk fyrir öll góð komment elsku Hólmdís

Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sem betur fer njóta öryrkjar og aldraðir fríðinda innan heilbrigðisgeirans. Og það er þak á hvað við hin borgum mikið. Ég þurfti að nota heilbrigðiskerfið talsvert f. tveimur árum. Ég var látin borga blóðprufur f innskrift og svo útskrifuð til að fara í margar rannsóknir svo kostnaðurinn lenti ekki á spítalanum. Ég þurfti að hafa talsvert handbært fé,en fékk svo hluta af því endurgreiddan.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.4.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Sértekjur spítalanna hafa rokið upp, ekki síst vegna þessa fyrirkomulags sem þú nefnir hér að ofan. Þegar ég fór í mína stóru aðgerð, var fyrirkomulagið eins.

Það verður spennandi að sjá hvort ég fái bakreikning eftir legu sem varði innan við sólahring. Innlögn var það alla vega, nú er að sjá.... 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú ég held þú fáir reikning ef legan nær ekki einum sólarhring....borgar sig að bera sig illa.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.4.2008 kl. 01:30

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Þá það er hræðilegt að fólk geti ekki leitað sér þeirra hjálpar sem að það þarf.

Sporðdrekinn, 3.4.2008 kl. 02:07

6 Smámynd: Beturvitringur

Það er rétt hjá ykkur, það er ekki farið eins hörðum höndum um lífeyrisþega. Hitt er alveg hörmulegt þegar fólki er hent út svo ekki náist sólarhringurinn. Fór með unga konu á bráðamóttöku í skelfilegu nýrnasteinakasti. Hún fékk alúðlega aðhlynningu meðan á henni stóð en svo send heim með lyfseðil sem hún komst ekki einu sinni til að innleysa. Þrisvar sinnum næstu 6 daga kom hún og lá nokkra klukkutíma (allt að 22 klst) á Brmót.  Eitt sinn var ég send heim í sjúkrabíl af Brmót. með LYFSEÐIL Á BRINGUNNI. Hvað átti ég að gera? Biðja sjúkraflutningamennina að koma aðeins við í apóteki?

Margt gott og yndislegt við heilbrigðiskerfið en annað ótækt, bæði fyrir hinn almenna borgara og starfsfólk.

Beturvitringur, 3.4.2008 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband