Áhyggjur af niðurskurði á Landspítala.

 Björgvin Guðmundsson fjallar um frétt Mbl.is um áhyggjur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara á Landspítala. Ég  ;kommenteraði; hjá honum en honum virðist ekki hafa fallið svar mitt í geð og hef ég svo sem ekkert um það að segja. Hann ber ábyrgð á sinni síðu. Athugasemd mín var á þá leið að það þyrfti að gera stórátak í launamálum spítalans ef hann ætti yfirhöfuð að vera starfhæfur áfram. Og það er mitt mat. Vandamál spítalans eru alvarleg, mannekla viðvarandi vandamál. Svo kemur í ljós hvað stjórnvöld gera til að tryggja að spítalinn sé nægilega mannaður. Álag á starfsfólk verður að minnka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það sem slær mig mest eftir síðustu reynslu mína með starfsfólkið á LSH er uppgjöfin. Algjört sinnuleysi, sjúklingurinn ekki einu sinni númer lengur. Áherslur gjörbreyttar. Í dag er það lúxus að fá verkjastillingu og ummönnun og maður þarf að BIÐJA um hvorutveggja. Engar hjúkrunarupplýsingar, skráning ????

Kata fékk ekki einu sinni upplýsingar um líðan mína eftir aðgerð þegar hún hirngdi að utan. Hún skyldi snúa sér beint að mér. Enginn tími til að aðstoða mann í stól, hvað þá til að aðstoða við aðhlynningu eða fataskipti. Persónulegt hreinlæti ekki ,,issue". Manni þeytt um alla ganga spítalans af ,,aðstoðafólki" í hitt og þetta, og yfirleitt í eitthvað sem var ekki á dagskrá. Ekki þeim að þakka að ég hélt gipsinu, það átti að fjarlægja það fyrir útskrift, vegna mistaka. Viðurkenni að ég lét aðeins í mér heyra.

Vandamálið er greinilega mjög djúpstætt og grafalvarlegt. Kallar á mistök og hrikalega lélega þjónustu.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 3.4.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fjarlægði karlinn kommentið þitt Hólmdís?  Ég er auðvitað hjartanlega sammála þér, hvort sem karli líkaði svarið eður ei.

Það verður fróðlegt að lesa "lífsreynslusögu" Guðrúnar Jónu, eftir hennar persónulegu reynslu vegna síðasta áfallsins, sem hún varð fyrir.  Ég vona að komi að sá pistill komi í loftið/á netið sem fyrst, ég held að ekki sé vanþörf á. 

Sigrún Jónsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það bara meiga ekki heyrast fleiri fréttir um niðurskurð. Allar slíkar aðgerðar verða að stoppa a.s.a.p. það þarf meira fjármagn, hærri laun til starfsfólks og góðan rekstur.  Kveðja til þína Beating Heart  Beating Heart 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það er mjög leiðinlegt að heyra svona sögur eins og Guðrún Jóna lýsir hér að ofan, og ég leyfi mér næstum að fullyrða og allavega að vona, að það sé ekki oft sem svona gerist. Ég hef mjög víða komið við í minni vinnu á LSH, unnið á öllum lyflækningadeildum spítalans, bæði lyflæknigasviðui I og II, unnið á bæklun og núna á slysadeild, og ég segi með stolti, að það er ótrúlegt, hvað fólk vinnur sín störf vel við lélegar aðstæður. Það er engin lygi, að það er enginn í þessu fyrir launin, allir þarna elska starfið sitt þótt þeir geti verið útbrunnir að öðru leyti, vegna þess að þeir fá aldrei viðurkenningu eða þakklæti fyrir gott starf.

Auðvitað geta svona hlutir gerst, og maður getur í raun þakkað fyrir það, að engin meiriháttar slys hafi gerst. En umhverfi starfsfólksins býður upp á það, hver manneskja þarf að vinna á við tvo, hún nær kannski ekki einu sinni að nærast eða pissa sjálf, en á alltaf að setja sjúklinginn númer eitt, fær bara óvilja og vanþakklæti frá yfirstjórninni og oft frá sjúklingum líka.

Er bara ekki kominn tími til að borga okkur meira fyrir okkar dýrmætu og góðu störf???

Guðrún Jóna, okkar áherslur eru ekkert breyttar, við viljum ennþá sjúklingnum það besta, en við getum ekki endalaust unnið rassgatið út úr buxunum á okkur fyrir ekkert! Ég er sár að heyra svona komment þar sem ég VEIT að svona tilvik gerast fyrir slysni og vegna manneklu.

Bestu kveðjur og óskir með þinn bata!

Lilja G. Bolladóttir, 4.4.2008 kl. 04:47

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitthvað verður undan að láta þegar álagið fer yfir viss mörk. Ég er sannfærð um að langflest starfsfólk Lsp gerir sitt besta. Og á skilið betri laun og betri aðstæður. Það er mannekla sem skapar aðstæður eins og Gj lýsir. Og starfsánægjan minnnkar ef alltaf er farið heim úr vinnunni með það á tilfinningunni að hafa ekki getað gert eins vel og maður vill.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.4.2008 kl. 05:01

6 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt og hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 09:42

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Sigrún , hann samþykkti ekki kommentið. Kommentin birtast ekki hjá honum fyrr en eftir samþykki. Mín orð fengu ekki náð fyrir hans augum. Ég tek fram að ég var fullkomlega kurteis....ekkert ljótt orð notað.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband