Skærur

Góðan og blessaðan daginn. Þeir sem hafa áhuga á skærum gegn matvælaverslunum endilega komið með hugmyndir.....hvar viljið þið byrja?  Hvenær?..ég hef sett viðmiðunardagsetningu 20. apríl því það þarf tíma til að breiða út svona hugmyndir. Ein hugmynd er sú að að versla ekkert og hvergi ákveðna daga. Hvernig litist ykkur á það? Kemur þá jafnt niðurá öllum verslunum. Þá væri hægt að velja t.d. 2 daga í viku þar sem enginn færi inn í matvöruverslun.....Kannske auðveldara í framkvæmd en að sniðganga einhverja verslun í heila viku......endilega komið því á framfæri ef þið verðið vör við óeðlilegar hækkanir. Nú hefur krónan verið að styrkjast undanfarna daga...hafið þið séð einhverjar lækkanir?

....gerum þetta að veruleika

.....stöndum saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég vil ekkert hljóma neikvæð eða neitt, en ef við sniðgöngum verslanir, og þá allar verslanir, í 2 daga..... þýðir það ekki bara að við verðum að kaupa þeim meira á þriðja degi og verslanirnar tapa engu?? Ég meina, mat verðum við að eiga fyrir ungana okkar og þótt það séu bara nauðsynjavörur, þá þarf að kaupa þær inn hvort sem það er á fyrsta, öðrum eða þriðja degi. Eða, þannig lítur reikningsdæmið út hjá mér allavega.....

Lilja G. Bolladóttir, 8.4.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja það er rétt við getum ekki hætt að versla....þú myndir þá vera hlynntari að sniðganga eina verslunarkeðju í einu..já viðveltum þessu áfram fyrir okkur. Kannske er upphafstillagan sterkust.  En sterkur leikur er að tilkynna allar óeðlilegar hækkanir og kynna þær hér á netinu eða t.d. skrípaleik sem Gunnar.Kr kynnti í morgun.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband