11.4.2008 | 01:44
Skortstaða.
Alltaf lærir maður ný orð. Ég leit í ísskápinn minn áðan og þar ríkir skortstaða. Á morgun fer ég að versla. Ég ætla að reyna að vera mjög meðvituð um verð...geri kannske smáverðkannanir. Hvet ykkur til að bera saman hilluverð og kassaverð. Eruð þið að fá auglýstan afslátt??? Geymið strimlana og gerið verðsamanburð og komið því á framfæri. Ef við geymum öll strimlana er hægt að bera saman verð hér á blogginu.
.....Fór á laugaveginn í dag í sólinni og sá hve áhrifarík hún er. Stoltar mæður með barnavagna,ókunnugt fólk brosti og bauð góðan daginn. Og svo sá ég við Austurbæjarskólann stóran hóp af börnum leika sér úti. Mér finnst það orðin sjaldgæf sjón.
Vil benda ykkur á blogg Lilju Guðrúnar; Við borgum ekki, við borgum ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf fylgst vel með vöruverði, og versla þar sem ódýrast er að versla. Ég skrifaði lesendabréf í Vísi fyrir 28 árum um okur og mismun á milli verslana á barnamat í eitt skiptið og almennt um vöruverð i annað skiptið. Ég var vel með á nótunum þá, en ég er of löt eða þreytt í dag til þess að standa í stórræðum Ein gömul og þreytt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.