Blái grísinn minn.

 Ég á bláan plastgrís sem er nú farinn að láta á sjá.  Þær gáfu mér hann góðu konurnar í Glitni fyrir nokkrum árum. Þeim þótti nefnilega svo leiðinlegt að tæma Ikea-perlubaukinn minn í myntvélina. En reglulega næri ég grísinn minn á því gulli sem mér áskotnast. Tvisvar á ári er hann fullur. Og ég fæ yfir 100þús á ári úr honum sem hefur nýst sem gjaldeyrir fram að þessu. En mig munar lítið að fæða hann en munar mikið um rúmlega 100þús á ári í gjaldeyri. Þetta er svakalega auðveld leið til sparnaðar.

    Húsavíkursaumaklúbburinn stefnir til útlanda einhvern tímann í haust. Á ferðareikning  legg ég 2000kr á mán. Og mun því eiga fyrir ferðinni í haust. Við höfum tvisvar farið saman áður. 1989 til Amsterdam, ég þá á sjöunda mán. meðgöngu. Í þeirri ferð bar það helst til tíðinda að miklar óeirðir urðu í götunni þar sem hótelið stendur. En verið var að reka út hústökufólk. Kveikt var í bílum og hótelið fylltist af sóti. Fréttir af atburðum voru lesnar í ríkissjónvarpinu á Íslandi. Ættingjarnir sannfærðir um að við værum langt frá.

 Næst fórum við til Baltimore. Fyrir utan hótelið okkar þar var maður handtekinn og nokkrum skotum hleypt af byssum.  En við norðanpíur pöntuðum okkur hvíta limmósínu og ókum sem leið lá til Washinton. Íslendingar á hótelinu okkar héldu að forsetinn væri á ferð svo flottur var bíllinnSmile Í Washington vorum við svo ljónheppnar að geta fylgst með Arnold Shwarzenegger leika í kvikmynd.

Báðar ferðirnar okkar hafa verið fullar af óvæntum ævintýrum.....hvað ætli gerist í haust? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða nótt Helga. Glitnir hét líklega Íslandsbanki þegar mér áskotnaðist grísinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.4.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Það verður allavega spennandi að heyra....  en ef svona óeirðir fylgja ykkur saumaklúbbspíum, ekki þá koma í heimsókn í neðra Breiðholtið....

Lilja G. Bolladóttir, 12.4.2008 kl. 02:00

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

 Nei Lilja mín við stefnum nú annað!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 12.4.2008 kl. 02:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki fara til mið-austurlanda, það gæti skollið á þriðja heimsstyrjöldin

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.4.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband