Eldfimur bökunarpappír.

Nú hefur það gerst í þrígang að kviknað hefur í bökunarpappír hjá mér. Þetta er Euro-shopper bökunarpappír. Ég frétti af marengsbotni í ljósum logum á sama pappír. Svo það borgar sig ekki alltaf að kaupa ódýrasta pappírinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Fyrirgefðu að ég skellti uppúr við tilhugsunina um "marengsbotn í ljósum logum" sem er auðvitað hreint alls ekki fyndið og gæti farið illa.

Það er hárrétt að ódýrt og ódýrt er langt frá því að vera það sama. Þarna ertu með dæmi.

Sjampó, uppþvottalögur og ýmislegt sem af er tekið getur reynst miklu dýrara en það "dýra" þegar tekið er tillit til hversu drjúgt það er.

Þegar ég kaupi t.d. súpukjöt gæti ég mín sérstaklega. Það kann að vera margra króna munur á einum flokki og öðrum, EN svo lendir e.t.v. 40-50% af "ódýra" kjötinu í ruslinu, í formi fituklessa og beinabruðnings! oj bara.

Beturvitringur, 14.4.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tel skýringuna augljósa ef þú hefur verið að versla við VÖRUTORGIÐ á skjá 1.

Eiríkur Harðarson, 14.4.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er rétt að það odýra er ekki alltaf það ódýrasta. Ég keypti kerti á fyrra ári mjög ódýr í Europris, það kviknaði í hjá mér. Við verðum að varast það ódýrasta...Er það ekki

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.4.2008 kl. 23:24

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jamm. Beturvitringur þú þarft greinilega að læra að gera kæfu. Langt síðan ég gerði kæfu en finnnst hún mjög góð. Ég hata að henda mat. Eiríkur þessi pappír er seldur í Bónus og Hagkaup. Guðrún Þóra best er að geyma kerti...því eldri því  betri. En það er leiðinlegt að lenda á lélegum kertum.  Fullur hefur rétt fyrir sér.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 00:21

5 identicon

Spik feit kæfa er ekki óholl það er bara kjaftæði þeirra sem aldrei hafa étið hana og því aldrei fundið þá nautn sem því fylgir. En það má telja sér trú um alla hluti í gegnum fjölmiðla dagsins í dag sem pæla mest í Hollywood og Herbalife!

Hvað varðar Euro bökunarpappírinn þá er það mín reynsla - ég baka reyndar aldrei - að nánast allar vörur frá Euroshopper séu drasl (nema handsápan). Allt sem ég hef prófað frá þessu fyrirtæki, sem ætlast er til að maður éti, er óætt! Takk!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 02:50

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðmundur spikfeit kæfan var nú flokkuð sem mikil hollusta .i mínu uppeldi. það er allt í lagi að nota niðursoðna tómata og maisbaunir frá Euroshopper. En þetta er sannarlega engin lúxusvara.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband