Gleðilegt sumar.

....Þá er úti vetrarþraut þegar spóinn vellir graut. Nokkuð ljóst er að sumar og vetur frýs ekki saman svo ekki er að vænta hlýs sumarsCrying  Alltaf býður maður jafn óþreyjufullur eftir sumrinu. Ég vandist því að fá sumargjafir sem barn og dætrum mínum gef ég smápakka í tilefni dagsins.  Móðir mín heldur því fram að hún eigi afmæli á Sumardaginn fyrsta....hver sem dagsetningin er.  Jú hún fæddist á Sumardaginn fyrsta.

.....Ég held að óeirðirnar í dag eigi eftir að endurtaka sig. Jafnvel strax á morgun. Lögreglan hefur greinilega fengið skipun um að sýna hörku og grípa til þeirra vopna sem hún hefur. Almenningur er orðinn reiður. Undir niðri er allt kraumandi. Fólk er búið að fá nóg af vaxtaokrinu, skattpíningunni. Spillingunni. Hroka stjórnmálamanna. Háu matvælaverði. Sinnuleysi í samgöngumálum. Sinnuleysi í málefnum aldraðra. Sinnuleysi í málefnum geðsjúkra.  Lágum launum.

  En ofbeldi á aldrei rétt á sér. Og því miður gengu margir of langt í dag. Lögreglan líka.

Ég gekk Laugaveginn í dag, drukknir unglingar að dimmittera. Ég heyrði setningar eins og " heyrðu komum og berjum lögguna, það ætla allir koma"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.  Og heyr heyr ég er þér sammála með lögregluna og hörkuna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2008 kl. 02:13

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Jóna Kolbrún mín.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 02:15

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis Helga mín.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 02:21

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Gleðilegt sumar Hólmdís

Það er vonandi að unglingar og aðrir sem eru bara að æsa sig og aðra upp haldi sig heima. Múgæsingur er hættulegur!

Sporðdrekinn, 24.4.2008 kl. 02:45

5 identicon

Gleðilegt sumar.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 03:04

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleðilegt sumar! - Við skulum vona að sumarið kveiki á perunni hjá ráðamönnum. Það er ekki allt í lagi í þjóðfélaginu þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar segja ofbeldi vera rétt viðbrögð. 

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 07:52

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur og Sigurður. Ég tel að Lögreglan hafi verið "misnotuð".

Hólmdís Hjartardóttir, 24.4.2008 kl. 13:27

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Æi satt segirðu Hólmdís, ég eiginlega vorkenni þessum greyjum að láta etja sér út í þetta. Þetta var greinilega allt ákveðið þegar þeir voru sendir á staðinn.

Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 13:31

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar Hólmdís og bestu þakkir fyrir bloggsamskipti.

Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:25

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gleðilegt sumar Hólmdís. Er sammála þér að halda í gamlar og góðar hefðir með litla sumargjöf. Mér tókst ekki að senda mínum ungum eina slíka þetta árið þó og þykir það miður.

Er einnig sammála þér með átökin, þau eiga eftir að harðna og fleiri að bætast í leikinn. Í gær var tappanum skotið úr flöskunni 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband