Vorið er komið og grundirnar gróa.

  það er bara skemmtilegt að það skyldi gerast í dag á Sumardaginn fyrsta að gróðurinn tæki slíkan kipp sem hann gerði. Eftir skýfall dagsins skipti garðurinn minn um lit. Ég sá grasið grænka. Fjölæru plönturnar tóku kipp og laukarnir þutu upp. Sumir runnar eru að verða laufgaðir. Reyndar sá ég fyrstu fíflana í blóma í gær...þeir gleðja mig á þessum tíma. Snæstjörnur, ljósbláar perluliljur, hvítur lykill. þetta gleður augað í garðinum mínum í dag. Í næstu görðum eru páskaliljur í blóma en hjá mér eiga þær talsvert í land. Veit ekki afhverju. Ég er komin með fiðring í puttana. Jafnframt komin með kvíða fyrir stjórnleysi þegar kemur að því að kaupa plöntur í vor. Ætli þær hækki ekki upp úr öllu valdi eins og annað.  Er búin að kanna það, það er ekki hægt að fá neina styrki þrátt fyrir sjúklegt stjórnleysi í gróðrarstöðvumWoundering 

...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 24.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Enginn "plöntusjóður" hjá félagi ísl. hjúkrunarfræðinga??

Ég bý ekki svo vel að hafa garð, en ég elska garðrækt, og gerist búálfur í garði vinkonu minnar á sumrin.

Ég vona að þú fáir að njóta garðsins án óþæginda frá nágrönnum þínum í sumar.

Sigrún Jónsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:01

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlitin báða tvær. Nei Sigrún, þetta er góð hugmynd með plöntusjóðinn

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Oh, hvað ég skil þig. Sat við gluggan í stofunni og ,,horfði" á gróðurinn grænka. Átt þú einhver góð ráð um það hvernig megi athafna sig í garðinum á einni löpp? Ég er forfallin moldvarpa

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðrún.....ég er með ónýtt bak og ligg oft hreinlega á maganum. Þú  getur ekki kropið á þínu hné. Ég er líka forfallin moldvarpa. Ekkert er eins gott eins og að dunda einn í garðinum. Fullkomin andleg hvíld.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar páskaliljur opnuðu sig í dag, svo er rabbarbarinn farinn að taka við sér hjá mér og jarðaberin líka, ég sá líka grasið mitt grænka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2008 kl. 00:43

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Jóna Kolbrún SUMARIÐ er á næsta leyti.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband