Ilmur af ösp.

  Fór um Laugaveginn í dag sem ilmaði af ösp. Á heimleiðinni fór að rigna og ég horfði á stóra reynitréð hér fyrir utan laufgast. Bersarunninn minn er að fara að blómsta. Og það sem meira er það þarf hreinlega að fara að slá!!!!  Það eru reyndar fleiri reynitré hér sem eru kominn miklu skemmra. Ég ætla að reyna að vera bjartsýn á gróðurinn núna en stundum hafa hret og hvassviðri í maí skemmt heilmikið af gróðrinum.

   Í dag átti ég frí og hef notað daginn til að "haardera".  Verð bara þeim mun duglegri á morgun.Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lyktin af öspum og birki er góð, en ég þoli aspirnar ekki.  Yfir bílastæðinu mínu er rosalega stór ösp sem hefur skemmt lakkið á bílnum mínum, þessi límkenndu brum festast við bílinn minn og kisurnar mínar, sem bera þetta inn í tíma og ótíma

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.5.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"haardera"!!!!!  I love it

Sigrún Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan dag elskuleg

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband