7.5.2008 | 01:44
Vitlaust talið.
...Eg hef lengi verið sannfærð um að Íslendingar eru miklu fleiri en gefið er upp opinberlega. Hafið þið tekið eftir þegar stóratburðir gerast erlendis er ALLTAF Íslendingur á staðnum til að lýsa atburðinum. Nú var kona í Burma þegar fellibylurinn reið yfir. Ég man sérstaklega eftir jarðskjálftum í Tyrklandi fyrir nokkrum árum. Þá var að sjálfsögðu talað við Íslenska konu sem var á staðnum. Svo fór hún að bera skjálftana saman við skjálftann í Kobe í Japan....hún hafði nefnilega verið þar líka!!
Ef maður skreppur út fyrir landsteinana hittir maður Íslendinga á ótrúlegustu stöðum. Þeir eru bókstaflega allstaðar. Kona stoppaði mig í San Fransisco og bað mig um eld......á íslensku!!!
Nú ef skoðaðar eru verslanir á höfuðborgarsvæðinu sér hvert mannsbarn að þær hljóta að þjóna fleirum en 300þús hræðum. Hér eru seldir fleiri jeppar en á Norðurlöndunum til samans....segir það ekkert um fjöldann sem hér býr? Ég legg til að hér verði gert almennilegt manntal.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst ég vera í útlöndum um síðustu helgi þegar ég var að versla í Bónus, ég heyrði engann tala íslensku. Það var bara töluð útlenska bæði viðskiptavinir og starfsfólk Ég er fylgjandi því að gera manntal og telja útlendingana líka
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2008 kl. 01:52
Þú þarft að tala pólsku til að versla í Bónus.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.5.2008 kl. 01:54
Fyrir 20 og eitthvað árum vorum við nokkur stödd á pínulítilli eyju í Karabíska hafinu þegar ég sá mann sem horfði svo á okkur. Ég spurði: Where are you from og hann svaraði: frá Siglufirði. Það eru Íslendingar allstaðar - sammála.
Sigrún Óskars, 7.5.2008 kl. 12:27
Sigrún, mannstu við hittum slatta af íslendingum í San Juan, NY og Canada. Kveðja.
Hólmdís Hjartardóttir, 7.5.2008 kl. 12:38
Já, karlinn frá Siglufirði var á eyjunni St Thomas
Sigrún Óskars, 7.5.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.