Vatnajökull kominn í stuð.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar lítur út eins og einhver hafi misst úr smartíspoka. Ein stjarna er þarna líka. Spennandi að fylgjast með þessu. Stærsti skjálftinn í þessari hrinu er 3.8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum óttalegar skjálftakellingar, alltaf til í smá jarð stuð.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér finnst alltaf koma skjálftahrina hér á landi, þegar stórir jarðskjálftar verða úti í heimi.  Það hefur kannski eitthvað með "flekana" að gera.

Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís þú þolir skjálfta í hæfilegri fjarlægð. Blessunarlega eigum við ekki von á skjálfta eins og þeir fengu í Kína.

Sigrún ég átti von á stóratburðum í dag, veit ekki hvers vegna. En ég er sammála það virðist koma hrina hér þegar stórir skjálftar eru úti í heimi.

Hólmdís Hjartardóttir, 12.5.2008 kl. 18:44

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Við Ásdís upplifðum skjálftana hér um árið, man ekki lengur styrkleikan Þó var hann minni en í Kína.

Eiríkur Harðarson, 12.5.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég skoðaði líka skjálftavefinn í dag um leið og ég sá fréttina um skjálftann í Kína.    Ég hef tekið eftir þessari fylgni milli stórra jarðskjálfta erlendis og þá fer eitthvað að gerast hérna líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það eru líka búnir að vera miklir skjálftar í kringum Upptyppinga, og stöðug  aukning dag frá degi. - Eins hefur þeim fjölgað skjálftunum útaf Reykjanesi

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband