18 rauðar rósir

  Skrýtinni vinnutörn lokið. Vann á endurhæfingadeild í gærkvöldi. Kom ekki sendill með rósavönd mikinn og taldi ég víst að þær væru til mín frá aðdáanda. Svo reyndist ekki vera í þetta skiptið. Þetta voru 27 rauðar rósir næstum meterslangar. Til starfsmanns. Ég tók við vendinum og var bókstaflega með fangið fullt. Rósirnar voru frá fyrrverandi eiginmanni í tilefni 27 ára brúðkaupsafmælis!! Við vorum þarna nokkrar fyrrverandi eiginkonur....sem eigum ekki von á svona glaðningi á okkar brúðkaupsdögum......

í morgun vann ég svo á öldrunardeild fram yfir hádegi......þá skrapp ég í Hafnarhúsið og skoðaði sýningu....fannst einna merkilegast að skoða ljósaherbergi Carlos Cruz-Diez.   Eftir það kvöldvakt á barnadeild.    Ótrúlega fjölbreyttur sólarhringur en gott að eiga frí á morgun.

Og yngri unglingurinn á heimilinu sefur vært í stofusófa   og það þykir mér gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá það hefði nú verið flott að fá svona stóran blómvönd   Börnin eru alltaf best þegar þau sofa!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.5.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flókið líf Hólmdís, en samt mikil tilbreyting, svo ekki sé meira sagt.

Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 17.5.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þá vaknar móðurástin

Hólmdís Hjartardóttir, 17.5.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag elskuleg

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Voruð þið nokkuð fyrrverandi eiginkonur SAMA mannsins?

 Spyr sá er ekki veit.

Eiríkur Harðarson, 18.5.2008 kl. 00:55

6 identicon

Þetta er allt mjög óljóst hjá þér Hólmdís, og er það nú frekar ólíkt þínum stíl, en hver var það sem fékk rósir? Yfirlæknirinn? 

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 01:08

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er gaman að ykkur piltar!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 01:14

8 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Njóttu þess að eiga frí á morgun. Ekki skil ég hvernig þú ferð að því að vera á kvöldvakt-morgunvakt. Ég er löngu búin að missa getuna til þess. Næ yfirleitt að sofna rétt áður en ég á að mæta á morgunvaktina. Þú ert hetja

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:45

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

GJ.....þú þekkir það að lifa á hjúkkulaunum einum saman....engin hetjudáð heldur nauðsyn

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 02:00

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og ég þoli ekki að vinna kv/mv!!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 02:00

11 identicon

Ég var reyndar ekki að djóka 100%. Þ.e.a.s. ég náði ekki alveg hver það var sem fékk rósirnar. Það skiptir svo sem engu - ekki sendi ég þær  M.ö.o. varst það þú eða samstarfskona þín, fráskilin? Fyrirgefðu þráhyggjuna

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 02:38

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Fallegt

Sporðdrekinn, 18.5.2008 kl. 04:08

13 identicon

Það er aldeilis blómvöndurinn.

Ég ætla að eyða deginum í hafnarhúsinu í dag. 

Ragga (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 08:27

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Guðmundur....það var starfsmaður, kona sem fékk rósirnar. Hún er fráskilin eins og ég og fleiri sem vorum þarna.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.5.2008 kl. 11:23

15 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert dugleg Hólmdís að vinna svona. Þú hefðir sko alveg átt skilið að fá þessar rósir.  Njóttu dagsins.

Sigrún Óskars, 18.5.2008 kl. 13:59

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún við eigum allar skilið rósir

Hólmdís Hjartardóttir, 19.5.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband