Útlendingahatur á Íslandi.

   er staðreynd. Ég er ein af þeim sem finnst ekki boðlegt að ráða fólk sem ekki talar íslensku til að sinna öldruðum. Og mér þykir afar erfitt ef ég er eini íslenskumælandi starfsmaðurinn á vakt á öldrunarheimili.  En það gefur mér ekki leyfi til að vera með leiðindi við fólk eða sýna því óvirðingu. Það truflar mig minna þótt ég geti ekki talað við starfsmann í verslun eða á veitingastað.  Í gærkvöldi var ég á kvöldvakt á hjúkrunarheimili og átti samtal við pólska konu sem hefur búið í mörg ár á Íslandi, fyrst úti á landi síðar í Reykjavík. Gift íslenskum manni og talar þokkalega íslensku. Hún segist aldrei hafa mætt fordómum á meðan hún bjó úti á landi en í Reykjavík finnur hún mikið fyrir þeim og fer það versnandi. Þetta er hörkudugleg kona.  Inn í umræðuna kom erlendur karlmaður. Af asísku bergi brotinn. Hann verður mikið var við fordóma.  .Ég hefði haldið að íslenskan væri lykillinn að því að komast inn í íslenskt samfélag  en það er bara ekki nóg segja þau.  Pólska samstarfskona mín segir að ef einn Pólverji fremji glæp sé litið á ALLA Pólverja sem seka.

Ég hef unnið með fjölmörgum útlendingum. Þeir eru auðvitað jafn mismunandi og við Íslendingar. Þeir sem leggja sig fram um að ná tökum á málinu og aðlagast samfélaginu vegnar að sjálfsögðu betur en þeim sem reyna ekki einu sinni . Hér er fólk sem hefur búið hér í fjölda ára og getur ekkert tjáð sig á íslensku.  Það er ekki nóg að kunna að segja "já elskan".

Umræðan um palenstínsku flóttakonurnar er ömurleg. Við verðum að muna að fólk er fólk jafnvel þó það sé okkur framandi. Okkur ber skylda til að aðstoða þetta fólk.

 Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Stofnun Félags Litháa olli úlfaþyt.  Hvað gera Íslendingar erlendis??  þeir stofna Íslendingafélög!!!!

En þeir útlendingar sem koma hér gagngert til að fremja glæpi eiga að vera reknir úr landi umsvifalaust.

Svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Reyndar sagði sú pólska" þið slefið þegar þið hittið breta" !!

Hólmdís Hjartardóttir, 21.5.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Hræðsla við útlendinga hefur aukist. Ég vil kalla það frekar hræðslu en hatur. Hatur er svo sterkt orð.  Það er þetta með svarta sauðinn. Það lögmál er ansi sterkt. Það þarf oft ekki nema nokkra til að eyðileggja fyrir fjöldanum. Á sínum tíma þegar íslendingar flykktust til Svíþjóðar og Danmerkur, sumir sem hreinlega voru að fara á sócialinn þar af því þeir plumuðu sig ekki hér heima, voru oft "svörtu sauðirnir" þar úti. Þeir sem voru í námi eða voru bara venjulegir íslendingar að vinna fyrir sér og sínum og bjuggu þar, vildu lítið af hinum vita og sögðu sumir að þeir hefðu stundum ekki haft hátt um það að þeir væru íslendingar þegar einhverjir samlandar okkar voru búnir að gera einhverjar rósir þar og með allt niður um sig. Við erum dómhörð og full af hroka. Við ættum að líta í eign barm áður en við dæmum aðra sem hingað koma. Við erum bara svo stutt síðan okkar þjóðfélag breyttist í fjölmenningarþjóðfélag og margir ekki tilbúnir að taka því. Þeir kippa sér ekkert upp við það í ferðum erlendis að þar er fólk í þjónustu og afgreiðslu í verslunum og veitingahúsum af alls kyns þjóðernum. Gefum fólki tækifæri. Varðandi tungumálakunnáttu, þá er íslenskan afar erfitt mál og mislangan tíma tekur fyrir fólk að læra það. Sumir þurfa lengri tíma. En hvað gerum við líka? Leið og við tölum við útlending skiptum við yfir í ensku. Meira að segja íslendingar hér sem hafa dökkt litarhaft lenda í því að vera ávarpaðir á ensku! Hvað segir þetta okkur?

Sigurlaug B. Gröndal, 21.5.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Satt er það hatur er sterkt orð......en það er það sem þau sum eru að finna fyrir. Og við erum allt of fljót að skipta yfir í ensku. Margir útlendingar tala þó ekki ensku. Ég vann með pólskri konu sem lærði ensku hér!! En hún vildi ekki læra íslensku.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.5.2008 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég tek undir hvert einasta orð, sem þú ritar þarna Hólmdís mín.  Umræðan hérna er stundum á svo lágu plani gagnvart útlendingum.  Við erum ekki að vanda okkur við móttöku á útlendingum, og þá sérstaklega þeim sem koma hingað til að vinna.

Þeim er ekki gerður neinn greiði með að fá vinnu eins og t.d. á hjúkrunarheimilum ef þau eru "mállaus", hvað þá skjólstæðingunum.

Ég var að vinna á Breskum sjúkrahúsum á árunum 1972-74 og á fyrra sjúkrahúsinu sem ég vann voru nokkrar íslenskar konur.  Við fengum ekki að vinna á sömu deildum, af því að það var talin of mikil hætta að við værum þá að spjalla saman á okkar tungumáli!  Það var talin dónaskapur, gagnvart vinnufélögum og sjúklingum myndi líða illa, ef þeir skildu ekki samræður.  Þetta var semsagt fyrir ca. 36 árum síðan.

Svo vitum við líka að við fengjum ekki vinnu á dönskum hjúkrunarheimilum nema að hafa eitthvað vald á dönskunni.

Við verðum að gera einhverjar kröfur um íslenskunám útlendinga og bjóða upp á þannig kennslu annars einangrast þeir og það er ekki af hinu góða. 

Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband