Offramboð á tónleikum/ að velja og hafna.

 Ég hefði gjarnan viljað vera á tónleikum John Fogertys í kvöld.  Hann á mörg skemmtileg lög sem flestir þekkja. Paul Simon á leiðinni...sennilega sleppi ég honum en það væri samt gaman að fara. Næsta mánudag ætla ég að hlusta á Bob Dylan...keypti miða á fullu verði en nú er boðið 2 fyrir einn. Salan greinilega dræm þótt þarna sé mjög merkilegur listamaður á ferð.  Og ég á miða á Clapton í haust en miðar á hans tónleika seldust strax upp. Sá Jethro Tull í haust. Ég er frekar dugleg að fara á tónleika og skemmti mér oftast vel en þetta er dýrt hobbý. Mér skilst að vegna okkar ónýtu krónu eigi tónleikahaldarar frekar erfitt um þessar mundir. Fyrir nokkrum árum var það viðburður ef þekktir tónlistarmenn komu hér en núna  eru margir áhugaverðir tónleikar á hverju ári. Ég hef farið á marga spennandi tónleika í gegnum tíðina og hef lifað á því lengi.  Bara einu sinni borgað mig til útlanda sérstaklega til að fara á tónleika....og það var á Rolling Stones.  Réttlætti kostnaðinn fyrir mér einhvern veginn þannig....so...fer ekki fullt af fólki BARA til að horfa á fótbolta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Finnst þér auglýsingin með Rolling Stones laginu flott?  She's like a rainbow, ég fæ hroll í hvert skipti sem ég heyri þetta lag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2008 kl. 02:39

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÞÚ ERT BILUÐ

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2008 kl. 02:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér finnst lagið gott......þekki ekki auglýsinguna

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2008 kl. 02:43

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er bara fullt að gerast hjá konunni

Sporðdrekinn, 22.5.2008 kl. 03:39

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég vildi að ég hefði efni á að fara oftar á tónleika, og líklega hefði maður það ef maður ætti ekki fullt af öðrum, líka dýrum, áhugamálum. Maður verður víst að velja og hafna.....

Lilja G. Bolladóttir, 22.5.2008 kl. 05:18

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já stelpur maður verður bara að velja og hafna en góðir tónleikar brjóta upp hversdaginn,,,og lifa lengi í minningunni.

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband