Megas til Moskvu ekki spurning

Mikil júróspenna var í loftinu á mínum vinnustað í dag. Til að róa taugarnar voru prentaðar tugir mynda af Friðriki og Regínu, hvatningarorð og íslenski fáninn. Þessu var klesst upp um alla veggi. Og fólk sannfært um að okkar lag væri best.   Blómabændur auglýsa evróvision blómin.  Einhverjum tonnum af snakki hefur landinn gúffað  í sig í kvöld, bjórinn flæðir, grillilmur í loftinu. Það er þjóðhátíð. Og serbarnir syngja núna;  gas, gas. Æi mikið er gott að þetta er búið.............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Í öllu falli þurfum við ekki í undankepnina þannig að allt er opið.

Annars er ég á því að Norður Evrópa eigi að kúpla sig út úr keppni, við höfum ekkert að segja þegar kemur  Austantjaldslönduum og Balkanskaganum. Sama niðurstaðan ár eftir á, valið snýst ekki um tónlistina heldur löndin, vinabönd og pólitík. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Beturvitringur

Ekki gleyma tónlistarhefðinni (þótti allt hitt spili inní) Ég hélt að V-Evrópa væri óhult þar sem svo margir austurblokkarar féllu út..... en svo máttu þeir kjósa og þar með skekktust línurnar aftur.

Okkar fólk var samt rosaflott, þótt þau væru hvorki á skautum, skautbúningi né skyrtufráhnepptir. Rússolagið var svo sem allt í lagi, en drengur fór rosalega í taugarnar á mér, sumum fannst hann lekandi sexý

Beturvitringur, 25.5.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ekki Megas, en Mugison eða Sprengjuhöllina....eða hvað þeir nú heita, svo gætum við örugglega svæft eða dáleitt þá með Sigurrós

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2008 kl. 02:03

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk fyrir innlit.   Anna ég held  bara að Megas til Moskvu hljómi svo vel!!!! Annars væri flott að senda karlinn

Hólmdís Hjartardóttir, 25.5.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband