Reykjavík kl 13 hiti 12. 4 gráður

  Best að koma sér út í sólina áður en brestur á með þrumuveðri. En bara létt garðvinna í dag, bakið mótmælir hástöfum meðferð gærdagsins. Annars virðist stríðið við skriðsóleyjuna skila árangri..hún minnkar ár frá ári. þar sem hún var verst í grasflötinni virðist hún nánast horfin. Verst að hinum megin girðingar lifir hún góðu lífi.

 Dagliljan sem ég fékk í garði Kristins garðyrkjumanns byrjaði að opna sig í gær og túrbanliljurnar sem brotnuðu ekki um daginn eru við það að springa út. Í fyrsta sinn sem ég sá fram á að eiga blásól í blóma.....brotnaði hún vegna kára.  Fingurbjargarblóm eru komin vel á veg og er það í fyrsta skipti sem það lifir veturinn af hér.

Ég var svo þreytt eftir gærdaginn að ég svaf heila 10 tíma....en núna út í sólina...með sög og skæri

Keypti 5 hengiplöntur í gær og eru það fyrstu plönturnar sem ég kaupi í ár.


mbl.is Þrumuveður gengur yfir landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Hæ, og takk sömuleiðis fyrir síðast!

Guðrún S Hilmisdóttir, 22.6.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að þetta náði ekki til okkar. Samt mætti alveg rigna á nóttunni.

Sigrún Óskars, 22.6.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit.....garðurinn hefur oft verið fallegur.....en þyrfti að losna við 8-10 tré

Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband