ÞIÐ SEM GLEYMDUÐ ÁLDÓSUNUM YKKAR Í LAUGARDAL

GETIÐ VITJAÐ ÞEIRRA NÚNA ÞÆR ERU ENN Á STAÐNUM EN FALLA ILLA AÐ ÍSLENSKRI NÁTTÚRU.
mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Af hverju kemur þetta mér ekki á óvart?

Anna Guðný , 28.6.2008 kl. 23:52

2 identicon

Jebbs ömurlegt :(. Enn þú getur huggað þig við það, að það er gámafélagið sem styður tónleikana og þrífur eftir tónleikana ;)

Jakob (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Bölvaðir sóðar þessir umhverfisverndarsinnar. En líkur sækir líkan heim, svo það var ekki við öðru að búast.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.6.2008 kl. 00:10

4 identicon

Ég sá ein gaur rölta um svæðið með skilti sem á stóð "ál er málið", spurning hvort að hann hafi áhuga á dósunum?

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

jamm,, þú ert snilld

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 00:14

6 identicon

Þetta náttúruverndarlið er kolruglað, veit ekkert í sinn haus.

Siggi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:17

7 identicon

og það er alveg gefið að allir sem mætt hafi hafi verið náttúruunnendur? Ekki bara sóðar sem hafi hugsað sér gott til glóðarinnar að mæta á fría tónleika?

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:20

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ragga þú hefur auðvitað rétt fyrir þér......þetta gera EKKI náttúruunnendur. Haraldur ég verð bara feimin

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 00:23

9 identicon

Nákvæmlega. Ekki gerði ég þetta þó svo ég hafi drukkið þarna tvo bjóra, þær dósir fóru beinustu leið í ruslið nema hvað!

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:28

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þvílíkur tvískinnungur, að henda dósum og öðru drasli á tónleikum, sem eru tileinkaðir náttúruvernd, er ekki náttúra í Laugardalnum   Það er einn fallegasti staður Íslands að mínu mati.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:51

11 identicon

Bíddu?... er enginn að hugsa um tælendingana sem skoppa um með litlu pokana sína... auðvitað á maður að henda dósunum á jörðina til að þeir endurvinni þær en ekki að setja þær í ruslið.

 Crazy mushrooms

aron (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:56

12 identicon

Er Björk búin að selja Hvíta Hömmerinn sinn?

Árni (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:45

13 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... þetta er einmitt málið. Svo mikið satt að fólk ætti að sýna í verki - einmitt á þessum tónleikum - að það hafi áhuga á verndun náttúrunnar.

Það er ótrúlegt ruslið sem oftast liggur eftir þegar hinar og þessar uppákomur eru - og oftar en ekki er fólk bara að líta undan þegar það sér rusl eftir sig liggja, labbar burt en tekur ekki ruslið með sér..

Tiger, 29.6.2008 kl. 01:53

14 identicon

Hvaða, hvaða, það vantaði bara rulslatunnur á svæðið.........eða hvað?

Fólk þarf að vera sjálfum sér samkvæmt að ganga vel um þessa náttúruperlu okkar, það er ekki nóg að segja það þarf að láta verkin tala.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:42

15 identicon

Ekki gleyma því að fólk er hugsandi líka .  Það veit að ruslið er tekið af borgarstarfsmönnum..  lítur illa út á blaði eins og maður segjir , en er frekar eðlilegt .  plús það að það vantaði ruslatunnur. 

súpernátturukveðja

jonas (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 04:00

16 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég skildi eftir plastflösku á grasinu, vitandi það að borgarstarfsmenn, eða heppinn flöskusafnari, myndu hirða þetta upp c.a. 10 mínútum eftir tónleikana. ..nokkuð augljóst reikningsdæmi.

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 08:20

17 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Er þetta ekki alltaf svona þar sem fólk kemur saman. Það ber bara meira á þessu rusli þegar þúsundir eru á staðnum. Þið ættuð að sjá Hróarskeldusvæðið þegar þeirri hátíð lýkur. Það tekur viku að hreinsa upp.

Fólk ætti að skammast sín. Allir hugsa með sér, að það kemur annar og hreinsar upp eftir mig. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Það þarf hver að hreinsa upp eftir sjálfan sig.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 29.6.2008 kl. 08:32

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð stelpa, þetta nær nú sjaldnast alla leið...  aðrir tína upp skítinn. En það er gaman að berja sér á brjóst og þykjast.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:19

19 identicon

Mér finnst það pínu asnalegt að geta ekki hent sjálfur í ruslatunnu (sem voru þarna víða) og ætla að stóla á það að aðrir týni upp eftir mann ruslið.

Ragga (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 10:46

20 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Hehehehehe það er yndislegt að koma á tónleika tileinkaða verndum Íslenska náttúr og skilja síðan eftir sig dós úr áli, eða yfir höfuð að leggjast svo lágt að koma með áldósir inn á svæðið.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:58

21 Smámynd: Haraldur Davíðsson

hehehe....lopapeysa og áldós...mörg tonn af úrgangi féllu til við gerð alls búnaðarins sem notaður var....menn komu á bílunum sínum...

...þetta er kallað hræsni.

Haraldur Davíðsson, 29.6.2008 kl. 12:35

22 identicon

Tónleikarnir voru frábærir og ótrúlega vel sóttir af náttúru- og tónlistarunnendum. Björk og allir eiga skilið hlýja ást og litríka ullarsokka fyrir framtakið!

Það var alls engin hræsni í gangi og all flestir sem voru í kringum mig (fjölskyldufólk með börn) tók ruslið sitt með sér og flokkaði í tunnurnar frá Gámafélaginu. Sjálf týndi ég svo upp tvo poka af plastflöskum á leið minni heim og setti í tunnurnar. Miðað við fjöldann var nú ekki mikið rusl eftir. Og þegar allt fólkið var farið var mjög auðvelt að týna upp ruslið sem var oftast búið að setja snyrtilega í poka og koma fyrir á litla hauga hér og þar sem ekki sást í tunnurnar.

Bílaflotinn fór líka alveg framhjá mér þegar ég gekk niður í dalinn (kl. 18) tók ég einmitt eftir því að þar voru fáir bílar og mikið af bílastæðum. Á leiðinni heim var ég eins og dropi í stórfljóti af gangandi og hjólandi einstaklingum sem liðaðist í áttina að bænum og tvístraðist svo í minni sprænur. Takk fyrir frábæran og ógleymilegan dag!

Edda Ýr Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:12

23 Smámynd: Sigrún Óskars

Kannski vantar einmitt ruslafötur. En við Íslendingar hendum rusli þar sem okkur hentar - því miður. Vona að einhverjir græði á þessum áldósum.

Sigrún Óskars, 29.6.2008 kl. 13:19

24 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit......fór sjálf á tóleikana. Og skemmti mér vel....frábært framtak. Langflestir taka sitt rusl en alltaf eru sóðar eins og borgin ber með sérstaklega um helgar.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 13:27

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tónleikana

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 13:30

26 identicon

Mér finnst alltaf skondið að sjá alla umhverfisverndarsinnana hérna á Íslandi sem eru að mótmæla álverum á meðan þau drekka úr áldósum sem þau henda svo á jörðina. Þetta er svona eins og allir anty heimsvæðingarsinnarnir sem berjast á móti multi national corporations en ganga svo um í adidas og hlusta á ipod-inn sinn á meðan þau borða Macdonalds hamborgarann sinn.

Ég get ekki kallað mig mikinn náttúruverndarsinna en ég passa mig alltaf að koma með ruslapoka undir ruslið mitt þegar ég fer á svona atburði. Mér finnst bara ógeðslegt að skilja eftir sig hrúgu af rusli, hvar sem maður er.

Reyndar eru flestir umhvervisverndunarsinnarnir hérna á Íslandi það sem kallast ecotistical. Hafa hátt um hvað aðrir menga, láta eins og þeim finnist ógeðslega vænt um náttúruna, gera einn og einn hlut eins og mæta á þessa tónleika upp í laugardal til að undirstrika hvað þeim finnst vænt um náttúruna en eru svo ekki að gera neitt í raunveruleikanum til að hjálpa til við að vernda umhverfið.

Bjöggi (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:44

27 Smámynd: Helga Dóra

Mér finnst þetta einmitt ponnsu mikil hræsni stundum....  Heppin að fá ekki eins neikvæð viðbrögð við þínu bloggi og ég mínu.... Þar er ég kölluð heimskur sveppur.... Gaman að því...........

Helga Dóra, 29.6.2008 kl. 14:59

28 identicon

Merkilegt hvað fólk er að rembast við að vera neikvæðir útí umhverfisverndarsinna og náttúruunnendur.

Þetta var frábært framtak, æðislegir tónleikar, göfugur málstaður og yndislegt að vera vitni að þessum viðburði.

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

NÁTTÚRA - HÆRRA HÆRRA!

Edda Ýr Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:04

29 identicon

Málið var bara að þetta var fólk úr öllum stéttum sem þarna mætti, ekki bara grenjandi hipparnir og listafólk.  Tvískinnungurinn í þessu fólki eins og t.d Björk er hlægilegur og hún mengar sjálf á við heilt álver.  Umhverfisverndarsinnar á Íslandi er illa upplýstur öfgahópur sem hefur fátt fyrir sér í baráttunni. 

Freyr (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:14

30 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þetta kemur náttúruvernd ekkert við.  Þetta er spurningin um; "Á hverju er hægt að græða!"  Stúdentaóeirðirnar frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugunum sýndu þetta.  Nú er bara verið að reyna að feta í fótspor þeirra.  Green Peace (Grænfriðungum) tekst þetta ljómandi að teyma grasasna á eyrunum.

Kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 29.6.2008 kl. 15:23

31 Smámynd: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Ég tók plastflöskuna mína með mér heim :)

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:31

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg rétt að benda fólki á þetta, að hegða sér í samræmi við það sem það sjálft "predikar"

Síðbúin helgarkveðja til þín.

Marta B Helgadóttir, 29.6.2008 kl. 22:48

33 Smámynd: Frikkinn

Íslendingar eru umhverfissinnar þangað til þeir þurfa að borga fyrir ruslið eða flokka , þá gufar áhuginn fljótt upp.

Frikkinn, 29.6.2008 kl. 23:37

34 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk öll fyrir innlit......enn og aftur það eru engir umhverfissinnar sem skilja eftir ruslið sitt....enda voru ekki bara umhverfissinnar á þessum tónleikum. Þarna sá ég m.a.s. stóriðjusinna. En þessi sóðaskapur er landlægur hér í borginni og einhvern veginn þarf að breyta þessari hegðun. Hekla mín auðvitað

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 00:03

35 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Anna......ég fagna þeirri auðlind sem heita vatnið er. Lít á heita vatnið....og ekki síður kalda drykkjarvatnið sem okkar olíu.  Hvílík auðlind.  En stórvirkjanir til að fullnægja stóriðiðjudraumum erlendra aðila no way.  Kannski vannstu með bróður mínum Hreini sem var staðarverkfræðingur HR á Nesjavöllum?  Nú er hann í því hæpna embætti að vera forstjóri þEISTAREYKJA!! Svo ekki er samhugur í fjölskyldunni um þessi mál. kær kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 02:43

36 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ANNA...nú set ég bloggvinabeiðni á þig  þó ég sé ekki alltaf sammála.  Það þykir mér ekki verra!!  Mér líst vel á blokkina þína.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 03:14

37 identicon

"En stórvirkjanir til að fullnægja stóriðiðjudraumum erlendra aðila no way" Er eitthvað að því ? drekkur þú alltaf úr plastmálum, notarðu tré eða plast hnífa ? mig hefur alltaf langað að vita hvort er skaðlegra náttúru, álverksmiðja, plastverksmiðja, timburverksmiðja, skipasmíðastöðvar, þessi listi gæti verið mun lengri. Ef fólkið í landinu er svona annt um móðir náttúru, á það þá að aka um á bílum ? nei bara spyr, þeir eru jú byggðir úr áli. Úlfur úlfur hrópa allir í kór og eru í að elta á sér skottið.

Sævarinn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 03:23

38 identicon

Náttúruverndarsinnar eru upp til hópa finnst mér ómálefnalegir og flestir koma málstaðnum ekki til góða. Einnig finnst mér margir þeirra vera náttúruverndarsinnar til að vera það, hvað ætli margir náttúruverndarsinnar hafi farið út og skoðað náttúruna, ekki bara á myndum. Ég veit að ég fer reglulega.

Til að sýna svona aðeins hvað margir eru tómir í hausnum ætla ég að sýna benda á smá myndband.

http://www.youtube.com/watch?v=yi3erdgVVTw

Ég álít mig sem náttúruverndarsinna, en samt er ég nokkuð hlynntur álveri á Bakka, en mjöög á móti álveri í Helguvík.

En ég fór á þessa tónleika og þeir voru ágætir, en hver hlustar eiginlega á gaulið í henni Ólöfu Arnalds? Það sem fór þó mest í taugarnar á mér voru allar reykingarnar. Það var varla hægt að anda þarna. Og svo fékk ég nú bara endanlega nóg þegar nokkrir gaurar fóru að reykja marijúana fyrir framan mig

Finnur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:11

39 identicon

Ömurlegt að fólk skuli bara henda ruslinu sínu á grasið svona.

En verð samt að benda á að áldósir og plastflöskur eiga alls ekki að fara í ruslið, heldur í endurvinnsluna. Af tvennu illu finnst mér næstum því betra að þetta fari á grasið og sé týnt upp af einhverjum með endurvinnslu í huga en að þetta fari í ruslið og svo á haugana. Við vitum öll að einhver týnir þetta upp eftir tónleikana, hvort sem það eru borgarstarfsmenn eða aðrir sem leitast eftir að græða smá pening á því að fara með þetta í endurvinnsluna.

Ég sjálf myndi reyndar aldrei henda þessu á grasið, heldur taka þetta með mér og koma þessu seinna meir í endurvinnsluna.

Besta lausnin væri auðvitað að hafa sérstakar endurvinnslufötur á svona uppákomum, og þá víða um svæðið! Voru kannski eitthvað slíkt til staðar?

unnur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:03

40 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Unnur.

Hver af þessum náttúruverndarsinnum sem halda slíka tónleika til stuðnings náttúruvernd, heldur þú að nenni að koma upp "endurvinnslukörfum" undir áldósir og plastflöskur og þurfa síðan að tæma þær sjálf?  Nefndu mér einn!

Þau eru öll upptekin við að skála fyrir flottum og velheppnuðum náttúruverndartónleikum.

Kveðja

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 30.6.2008 kl. 11:21

41 identicon

Það voru endurvinnslutunnur á svæðinu. Þó maður tali um almennt rusl sem rusl þá þýðir það ekki endilega að maður flokki ekki í endurvinnslu ;)

Ragga (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:42

42 identicon

Ég tek undir þetta með Finn, er nokkuð hlynntur álveri á Bakka, en mjög á móti álveri í Helguvík,og er það af því að mér finst að menn þurfi nú að framhvæma en ekki bara altaf tala um fleirri störf á landsbygðina og snúa við brottflutningi eða kanski frekar flótta?

Ps:Gat ekki hugsað mér að fara á þessa hljómleika eftir að ein leikkona sagði að þeir sem þar mættu væru að mótmæla virkjunum.

Hannes (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:46

43 identicon

Ég var þarna, en labbaði lítið um svæðið og var sjálf ekki með neitt með mér og þurfti því ekki að losa mig við rusl né drykkjarumbúðir. Tók því ekki eftir því hvort þarna væru endurvinnslutunnur.  Hef bara í þessum umræðum um þetta tekið eftir því að margir segjast hafa hent flöskunum sínum í ruslið, sem mér fannst heldur skrítið. Auðvitað vonaðist ég til að þeir sömu væru að meina í endurvinnslutunnur en maður veit aldrei. Ég heyrði(eða las) engan nefna endurvinnslutunnur og gerði því ráð fyrir því að þær hefðu ekki verið til staðar.

En frábært að þetta hafi verið til staðar (sem mér fannst reyndar sjálfsagt) en sorglegt að þetta hafi ekki verið notað meira. Í þessu tilfelli finnst mér að sjálfsögðu ekki afsakanlegt að henda flöskum og dósum á grasið, þrátt fyrir að einhver týni það upp seinna.   

unnur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:20

44 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk öll fyrir innlit. Já þetta er skrýtið með dósirnar Hilmar

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband