FÁRÁNLEG UMRÆÐA

Svo undarlegt sem það nú er virðast álverssinnar telja þá sem eru á móti vilja afturhvarf til fortíðar. Að við viljum  jafnvel lýsa upp með lýsislömpum.  Ég hef hvergi séð að fólk vilji ekki nýta raforku....auðvitað vilja allir nýta auðlindirnar en bara skynsamlega. Við viljum bara drepa varlega niður fæti og horfa lengra en 10 ár fram í tímann.  Hreint land fagurt land og Fagra Ísland eru orðin tóm ef fram heldur sem horfir. Ferðamenn koma að sjá ósnortna náttúru.  Ósnortin náttúra verður okkar aðalauðlind í framtíðinni ef við bara berum gæfu til að vernda hana. Samfylkingin fékk mörg atkvæði út á það að vilja vernda Íslenska náttúru.....ekki víst að við gleypum við því næst. Það er þegar komið of mikið af stóriðju hér. Segjum stopp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil nú ekki gangast við heitinu "álverssini" þó svo ég sé ekki á móti álveri á Bakka, það þarf atvinnu norður og þarna er farið að óskum "flestra" heimamanna, reyndar eru frændur mínir á Héðinshöfða ósammála, en aldrei verður sú framkvæmd gjörð að allir samsinni. Aftur til fortíðar förum við aldrei, við höfum jú nútímann og ekki hendum við honum. Kveðja til þín mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 15:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís mín svona verður samt umræðan alltaf öfgakennd. Veröldin er ekki svarthvít og allir hafa rétt á sínum skoðunum. Kveðja....njóttu matarins og boltans

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 15:55

3 identicon

Það gleymist í umræðunni hvað fjárfesting kostar í virkjunum til að skapa störf í Álverum. Kostnaður við hvert starf i Alcoa álverinu á Reyðarfirði er 300 milljónir á hvern starfmann í Álverinu. Það er nokkuð ljóst að fyrir 300 milljónir er hægt að gera ýmislegt.

Fyrir norðan hefur nú þegar verið settir 5 milljarðar í rannsóknir á borholum. Hvers vegna eru þessir peningar ekki til staðar fyrir aðra sprotastarfsemi. Hvers vegna sættum við okkur við 300 miljóna fjárfestingu á hvert starf? Virðistaukinn í álverum er ekki svo mikill. Ál er flutt yfir hálfan hnöttinn til að bræða hér og svo flutt út aftur. Virðisaukinn fyriri okkur er ekki mikill. Það er reynar mikil umsvif en líti verðmæti verða eftir.

Andrea Thormar (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er svo satt hjá þér Andrea

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: fellatio

mér finnst nú alltaf að náttúran sé ekki lengur ósnortin þegar það eru komnir göngustígar og minjagripasjoppur. þá fyrst fer sjarminn af henni.

fellatio, 29.6.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fellatio....stundum eru göngustígar "vernd".  Betra að fólk gangi eftir þar til gerðum stígum heldur en að traðkað sé út um allt á viðkvæmum gróðri.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: fellatio

já þú meinar eins og á geysis-svæðinu.

sem er ekki og hefur ekki verið perla lengi.

fellatio, 29.6.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ósnortin náttúra er okkar aðalauðlind núna. -  Þessvegna sækjast "ERLENDIR AUÐHRINGAR" eftir því að kaupa ódýrt land og orku Á ÚTSÖLUVERÐI, af þjóð sem kann ekki fótum sínum forráð.

Ósnortin náttúra landsins er það sem dregur athygli heimsins að Íslandi. -

Því eigum við ekki að spilla lífsafkomu og framtíð afkomenda okkar með því að spilla og saurga landið þeirra, þannig að það verði ÞEIM óbyggilegt í framtíðinni. - 

Þessvegna á að klára að kortleggja hið "Fagra Ísland" áður en teknar verða frekari ákvarðanir, sem varða framtíð lands og þjóðar.

Okkur ber skylda til að hugsa til framtíðar !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:46

9 Smámynd: fellatio

Lilja mín.

Við spillum lífsafkomu og framtíð afkomenda okkar ef að við hugsum ekki um okkur sjálf. Ef þú getur ekki hugsa fyrir sjálfa þig þá ertu ekki fær um að hugsa fyrir aðra. 

fellatio, 29.6.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja....hjartanlega sammála þér.

Fellatio og Helga. Mér finnst við bara alls ekki hafa rétt til að haga okkur svona.

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 00:09

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ýmislegt annað hægt að gera, en að byggja álver á hvern tanga og nes á Íslandi.  Ýmis iðnaður annar en áliðnaður hlýtur að vera arðbær hérna, samanber netþjónabú og svoleiðis snyrtilegur iðnaður.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:17

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega Jóna Kolbrún

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 01:01

13 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Það er stór undarlegt að Íslendingar vilja byggja álver, á sama tíma og allar þjóðir í Evrópu eru að losa sig við slíkan iðnað vegna mengunar.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband