Íslenskt vatn

.....ég hef aldrei verið í vafa um að vatnið okkar bæði heitt og kalt er okkar mesta auðlind. Nú þegar áhugi er vakinn fyrir alvöru á að flytja út vatn  ætti fólk að staldra við. Stóriðja og útflutningur á fersku vatni fer ekki saman.  Össur sem kvittaði upp á nýtt álver við Bakka hefði átt að hugleiða það.  Húsavíkurvatnið mun vera eitt það elsta ef ekki elsta vatn á landinu og örugglega það besta.  Já aldurinn á vatninu er víst gæðastimpill,  eins og á rauðvíninu.  Við verðum að passa upp á ímyndina. Ég minnist þess að fjölskyldufaðir tók saman hvað hann keypti mikið vatn á hálfum mánuði í sólarlandaferð. Það voru yfir 100 lítrar. 2 fullorðnir og eitt barn!!!  Og ég sá fólkið í Víetnam þvo sér upp úr mórauðu Mekong fljóti og þvo leirtauið sitt upp úr því. Það eru forréttindi að drekka gott vatn úr krana og láta renna í heitt bað.

Og að lokum einn gamall: Afhverju heitir heita vatnið heita vatnið?  Nú eitthvað verður það að heita vatnið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he alltaf góður þessi brandari, eins og "hvað sagði norðurveggurinn við austurvegginn?  hittumst á horninu"  vatnið á Húsavík er best í heimi, ekki spurning.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís...auðvitað er besta vatnið heima og brandararnir sígildir.

Sigurður...veit ekki hvernig vatn er aldursgreint..trúi bara því sem mér er sagt

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Merkilegt þetta með vatnið, vissi ekki að það væri elsta vatnið á Húsavík. -

Og heldurðu þá að Húsvíkingar vilji enn ólmir fá álver í ljósi þessarar staðreyndar með vatnið? - Vilja þeir ekki frekar setja upp "vatnssölu til útflutnings" .

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það fyrsta sem frumburðurinn gerði þegar hún kom heim frá Tælandi var að fá sér vatn og hafði hún á orði, ó hvað ég er búin að sakna vatnsins hérna.  Hún drekkur yfirleitt bara vatn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.7.2008 kl. 01:47

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég var ad senda einn af hópum mínum til landsind góda og sagdi teim serstaklega frá íslenska vatninu.Eins og tid mörg vitid kannski tá er vatn luxux í danmörku...Ekki getum vid haft heitann pott nema vera milli...

Knús á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 7.7.2008 kl. 05:43

6 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Það hlýtur að vera betra fyrir Húsvíkinga að flytja út vatn, í staðinn fyrir þetta álver á Bakka. Ekki spurning. Fólk hér í Danmörku kaupir drykkjarvatn í tonnatali, svo það hlýtur að vera góður "buisness".

Farðu vel með þig Hólmdís mín.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 7.7.2008 kl. 08:35

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit og hafið það gott

Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband