HITABYLGJA

.....Ég ætla að leggja inn kvörtun vegna hitabylgjunnar sem ku vera á landinu. Hún er svo fjári köld. Væntingavísitalan fór upp úr öllum hæðum fyrir helgina. Þegar ég lét plata mig til að vinna 12 klst í gær var veðurspáin upp á 21 gráðu og sól. Var reyndar fegin að það rættist ekki enda innilokuð allan daginn. En í dag hefði nú mátt sjá til sólar.......fer bara undir teppi að horfa á Jane Eyre lokaþáttinn sem ég missti af um daginn.

P.S Dreymdi hvorki meira né minna en 2 eldgos á Reykjanesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er nú eiginlega að vona að "hitabylgjan" hafi frestast um eina viku eða svo.  Legg af stað vestur á firði í vikunni og þá spá þeir rigningu.

Varstu nokkuð að horfa á Dantes peek í gærkvöldi?  Eldgos og læti

Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hún er ekki hér þessi bylgja, sólarlaust og 13 stig í dag, flokkast varla undir blíðu en ég er fegin að það er ekki rok. Ég var í Noregi í nótt og upplifði þar all svakalega jarðskjálfta, hvað er þetta með okkur norðar-stelpur, erum við hamfarapíur??  Kær kveðja og ég er að hugsa um að fara að þínum ráðum og horfa á góða mynd. 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 15:31

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekki varð ég vör við hina margumtöluðu hitabylgju, lítið fór fyrir sólinni og þar með sólbaðinu. Kíkt í bók undir teppi hins vegar.

Vona að draumur þinn rætist ekki, eitthvað er þó um skjálftavirkni á Reykjanesskaganum sýnist mér á kortum 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:32

4 identicon

Ég legg fram kvörtun með þér.  Segi samt það sama, ég var alveg sátt við sólarleysið í gær enda innilokuð í bílakjallara allan daginn.

Ragga (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 16:23

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit, var ekki að horfa á Dantes Peak

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 16:38

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

14 stig kallast víst hitabylgja á Íslandi, ef fólk er raunsætt.  -  Það var svarið sem ég fékk, þegar ég kvartaði.

En tvö eldgos - Úff !  Þetta verða aldeilis vinnudeilur og uppsagnir í kjölfarið á vinnustað (þínum). - og  vinnustað honum nátengdum.

Hvar vinnur þú ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:21

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja ég vinn á Heilsuverdarstöðinni og í tímavinnu á Droplaugarstöðum. Báðir staðir gjarnan í fréttum!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 19:51

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Heilsuverndarstöðinni.........báðir staðir eru í mikilli óvissu

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 19:57

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

O, ó, líklega mun allt fara upp í loft útaf einkvæðingu á þessum stöðum er það ekki ? - Eldgos er rof - slit á einhverju sem áður var heilt, og gjarnan tengt vinnustað.   Og tvö gos eru ? - Vá vinnurðu á þessum tveim stöðum? - Ertu mjög berdreymin Hólmdís?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:07

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

er frekar berdreymin Lilja!!

Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2008 kl. 05:45

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Úff ! Þessi draumur veit ekki á gott.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.7.2008 kl. 01:37

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja Guðrún það eru búnar að vera sprengingar á báðum stöðum síðustu daga svo þú hefur rétt fyrir þér.....sem betur fer snertir það mig persónulega ekki beint en engu að síður leiðinlegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.7.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband