Óþolandi virðingarleysi

.....Það er óþolandi að eigur fólks fái ekki frið. Skemmdarfýsn virðist landlæg. Ég hef hringt á lögreglu þegar ég varð vitni að því að öll útiljós í nágrenni við mig voru brotin einu sinni á Nýársnótt. Oft hafa blómapottar hjá mér verið eyðilagðir og ljóskerum stolið. Og ég man eftir rígfullorðinni konu sparka í sundur blómaker við vinnustaðinn minn.  Tala nú ekki um allt helv.....veggjakrotið. Hvernig í dauðanum getum við breytt þessari hegðun? Líður fólki virkilega ekki betur í fallegu og snyrtilegu umhverfi? Það þarf að taka hart á fólki sem eyðileggur eigur annara.
mbl.is Braut blómapotta í ölæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér, ég get alls ekki flokkað veggjakrot undir list, því er þetta þá ekki málað  á svæðum þar sem þetta er þá hreinlega til sýnis. Ég þoli ekki þenna subbuskap, hvað þá fólkið sem gengur um og níðist á eigum annarra, hvað er að angra það?? eitthvað mikið er ég viss um.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 13:24

2 identicon

Sæl Hólmdís. Ég hef staðið veggjakrotara að verki og sigað lögreglunni á þá. Mikið vorkenndi ég þeim því að þeir urðu svo hræddir að þeir tóku sprettinn og skildu allann sinn búnað eftir, bakpoka og brúsa og hafa þarmeð orðið fyrir miklu fjárhagslegu tapi. Þá fór ég að athuga hlutina og komst að þeirri niðurstöðu að veggjakrotarar skiptast í tvennt. Semsagt skemmdarvarga, það eru þeir sem spreyja alls konar táknum og x-um á upplýsingaskilti og íbúðarhús og hinn hópurinn, sem eru listamenn, sem við skiljum ekki fyr en við sjáum listaverkin þeirra. Þeir, listamennirnir (ég kalla konur líka menn) gera verk sín á veggi þar sem þeir halda að þeir séu ekki að skemma neitt. Einn góður staður til að sjá slíka list er olíubyrgðastöðin í Örfirisey. Gangið meðfram veggnum, milli grjótgarðsins og veggjarins sem er í kringum olíugeymana og skoðið listaverkin sem eru á veggnum. Þetta er næstum eins og að fara á sýningu með Erro.

En skemmdarvargar sem brjóta og eyðileggja af tilefnislausu ...... ef ég færi að tala um þá, yrði ég svo orðljótur að það er betra að ég sleppi því......

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit Húsvíkingar! Mun skoða vegginn Húnbogi. Besta leiðin er sennilega að  hafa veggi þar sem listamenn geta fengið útrás....en veggjakrotið í miðbænum er mest skemmdarverk. En ég hef séð flott graffiti. Kveðjur til ykkar.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 16:36

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég myndi skipta þeim í 2 flokka; skemmdarvarga og listamenn sem hafa fengið leyfi hjá eiganda viðkomandi veggs. T.d. í garðinum á Dillon er búið að gera ansi flott listaverk sem væntanlega hefur fengið heimild húsráðanda.

Róbert Þórhallsson, 6.7.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Róbert ert þú líka Húsvíkingur?   en ég er sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband