Má ég búa í helli?

Kannski er þarna lausn nú í kreppunni?  Við  borgum meira og meira af húsnæðislánunum okkar en skuldum samt meira og meira. Og launin orðin harla lítils virði. Eða kannski við förum í torfkofana aftur?  Eða það sem er líklegast......við förum sem flóttamenn. Verður þá farið með okkur eins og Kenýamanninn?   Annars í alvöru þá get ég ekki séð annað en að háir vextir hafi hneppt okkur endanlega í eilífan þrældóm.  Hér ríkir bjartsýnin ein.............


mbl.is Merkar menjar um mannavist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mér hefur alltaf þótt það nokkuð heillandi tilhugsun að búa í helli,  Hólmdís mín. 

Heldur þú samt ekki að fyrr eða síðar yrði sett á sérstakt hellagjald ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 06:24

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég er klár á því að leið verði fundin til að koma á hellagjaldi eins og Hildur bendir á.

En það er kannski það eina í stöðunni, að hverfa aftur til fortíðar og ,,byrja upp á nýtt"  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.7.2008 kl. 06:27

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Það örugglega fínt að búa í helli. Það gera frumbyggjar Kanaríeyja, og þeir hellar eru með loftræstingu, vatni og hita, sjónvarpi og öllum nútímaþægindum.

En heldur þú ekki að íslensk stjórnvöld finni leið til þess að mergsjúga íbúana, hvernig sem þeir búa?

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 6.7.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jú hellaskattur yrði þegar lagður á. Takk fyrir innlit....sú bjartsýna

Hólmdís Hjartardóttir, 6.7.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband