Veðurstofa Íslands góðan dag.

.....ég hef reyndar ekki verið beðin um það en ég er að hugsa um að senda veðurstofunni vinnuskýrsluna mína. Þeir eiga eftir að þakka mér fyrir að létta þeim störfin.  Það er yfirleitt sólskin þegar ég er að vinna en þoka þegar ég er í fríi, nú eða rigning. Ég hef reynt að leika á veðurguðinn (held að hann sé einn að verki)  en allt kemur fyrir ekki.  þó var nú frekar þungt yfir þegar ég var að vinna í kvöld.

Í dag eyddi ég alltof löngum tíma í að reyna að koma Clapton lagi hér á bloggið. En myndböndin voru greinilega ekki á lausu.....fann skemmtilegt efni með Clapton og Knoplfer. Það styttist í tónleika!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég notaði daginn og skrapp austur fyrir fjall, skoðaði nýja hverinn í Hveragerði og skrapp í heita pottinn hjá pabba í sumarbústaðnum.  Hitinn á mælinum hjá pabba var 22 gráður, það var logn og ekki ský á himni.  Ég er skaðbrennd eftir 3 tíma í pottinum  http://huxa.blog.is/admin/album/#album_7665_image_597243  <- ný mynd

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.7.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég sendi inn tillögu á nafn Leirgerðar. Ég vildi láta hverinn heita Blakk og er stórmóðguð að það nafn var ekki valið.........

Hólmdís Hjartardóttir, 10.7.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband