Þetta er auglýsing

Það kom í mig fiðringur í dag þegar ég las á vef Plúsferða að hægt væri að komast til Dublin (ar) fyrir 9900 kr fram og til baka um verslunarmannahelgina. 6 daga ferð. Án gistingar. Veit einhver um ódýra gistingu þar? Hvað kostar að fara til Eyja?  Nefndi þetta við dæturnar. Sú eldri var meira en til. Sú yngri: Langar ekkert til Dublinar. Mig langar að koma þangað einhvern tímann. Hefði verið til í þriggja daga helgarferð en það er ekki í boði.

Nú svo er í boði að vinna heilmikið um Verslunarmannahelgina.....Hins vegar þykir mér bráðsniðugt að fljúga út í heim með unglinga akkúrat þessa helgi.......

Nú svo gæti ég bara skroppið á Dubliners..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að hótel í Dublin séu frekar dýr, en það er ábyggilega hægt að finna ódýra gistingu á netinu, svona bed and breakfast í heimahúsi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.7.2008 kl. 02:21

2 identicon

Þú getur eflaust ferðast heil ósköp fyrir þessa launahækkun sem þú varst að fá. (fyrirgefðu ég er bara að grínast). Skammt frá Dublin er bær sem heitir Cork. Þar er mikil tónlistar/þjóðlagamenning á öldurhúsunum og margt skemmtilegt að sjá. Gangi þér annars vel að komast í skemmtilega ferð með dæturnar.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Googladu bara bed & breakfast í Dublin...Tú finnur örugglega eithvad fyrir lítinn pening.Man um verslunarmanna helgina tegar madur  skipulagdi  ferd med unglinganna,ekki á útihátid.tad virkadi mjög vel.

Knús á tig inn í gódann dag og endilega skelltu tér til Dublin.

Gudrún Hauksdótttir, 11.7.2008 kl. 08:32

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Írskur pub með írskri tónlist og Guinness hljómar vel. Takk öll fyrir innlit....er ekkert ákveðin í þessu....en læt mér detta ýmislegt í hug.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.7.2008 kl. 11:17

5 Smámynd: Sigrún Óskars

góð hugmynd hjá þér - finnur örugglega ódýra gistingu.

Sigrún Óskars, 11.7.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Uppselt

Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 03:01

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

"Dublin (ar)"    Höfuðborg Írlands hét hér fyrr á öldum og allt til dagsins í dag: Dýflinni / Dýflinjar.  Líkt og London => Lundúnir (ekki til í eintölu).

Bara að monta mig af því hvað ég er vel upplýstur.  Hef aldrei þangað komið (til Dýflinjar þ.e.)

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 12.7.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband