13. júlí 2008

.....Amma mín Unnur Sigurjónsdóttir fæddist á þessum degi fyrir 112 árum á Sandi í Aðaldal. Flutti þaðan að Einarsstöðum í Reykjadal og svo síðar að Litlu Laugum í sömu sveit. Giftist Tryggva afa mínum og byggðu þau nýbýlið Laugaból. Þar sem ég átti heima mín fyrstu ár. Amma eignaðist 11 börn og 39 barnabörn. Amma var mjög ljóðelsk.  Hún var falleg í peysufötunum sínum.  Hárið náði niður fyrir hésbætur og hún fléttaði það og vafði um höfuðið.  Slíkt hár sést ekki lengur.  Það var gott að vera hjá henni í sveitinni, hún hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin.  Amma var blómakona.  Og mjög barngóð.   þegar ég hugsa um hana finn ég svo góða lykt. Hún var tæplega 97 ára gömul þegar hún dó á Sjúkrahúsinu á Húsavík. Hafði verið heilabiluð í mörg ár. Ég sinnti henni þar sem hjúkrunarfræðingur.  Man t.d. eftir þegar hún sagði: Mikið óskaplega ert þú góð, hvað heitir þú?  þegar ég svaraði sagði hún: " en skemmtilegt barnabarnið mitt heitir líka Hólmdís"   Og stundum " þú kallar mig ömmu..mér þykir það skemmtilegt"

Foreldrar mínir hafa verið gift í 51 ár í dag og síðast en ekki síst á Ingveldur æskuvinkona mín í Grásíðu afmæli í dag...........til hamingju með það!! Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Fátt sem mér finnst yndislega að heyra en það þegar hjón hafa verið gift svona lengi. Ég verð öll meyr við tilhugsunina að fá að hafa minn svona lengi.

Knús á þig krútta og vonandi getur þú unnið eitthvað í garðinum í dag.

Tína, 13.7.2008 kl. 09:14

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Skemmtilegar minningar sem þú átt um ömmu þína.

Sigrún Óskars, 13.7.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Stór dagur hjá þér í dag, innilegar hamingjuóskir.

Þú átt hlýjar minningar um ömmu þína sem greinilega var með græna fingur. Kannski þig kippi í kynið

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.7.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk...ég á góðar minnigar um báðar ömmur og báða afa.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

minningar

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband