MÆRA

Í tilefni af Mærudögum á Húsavík. Orðið"mæra" er sérhúsvíkst.  Og þýðir sælgæti.  Þegar ég var barn notaði maður nánast aðeins þetta orð yfir  sælgæti.  Við krakkarnir fórum "niður fyrir bakkann" og í skúrana.  Það var maður nokkuð viss um að góðhjartaðir sjómenn lumuðu á mæru. Ég man að Gísli Jónsson íslenskukennar þekkti ekki orðið í þessari merkingu....en orðið þýðir víst ögn eða eithvað smátt samkvæmt orðabókum. "Nú skulum við liggja í mærunni" var stundum sagt.

Ég man að eftir að ég kom suður fór samstarfskona mín  í sjoppu . Ég let hana hafa aura fyrir gosi og sagði henni að kaupa mæru fyrir afganginn. Hún stóð lengi og gapti " Hvað sagðirðu?"

Og ég hef komist að því að garðvinna er ekki áhættulaus.  Mágkonu minni tókst að handleggsbrjóta sig við að reyta arfa. Geri aðrir betur.

Að lokum bið ég Bertu að þyrma blómunum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mæran var góð í den, manstu eftir Óla búð þar sem mæran lá undir gleri og maður slefaði eins og Hómer yfir.?  Verst að hafa ekki komist norður en ég fer bara næsta sumar. Leitt að heyra með mágkonu þína, hva kom eiginlega fyrir??

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Ásdís við förum bara næst.  Í ólabúð vær mæran sett í pappírskramorhús....hvort ég man.  Mágkona mín datt einfaldlega á höndina.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vona að mágkonu þinni batni vel.  Já, manstu kramarhúsin?? ég man svo vel eftir mjúku hlaupi eins og appelsínubátar í laginu í allavega litum og með sykri utan á, það var syndsamlega gott.   

slefa
Custom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ohhh já ég man eftir þessu dásamlega hlaupi

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 13:15

5 identicon

Ég má nú til með að koma með smá skýringu á óhappinu first þessi merkisfrétt þurfti nú að rata í heimsfréttirnar, skamm Hólmdís.  Var einfaldlega að staulast á klossum út í mínum hólótta  "matjurtagarði" og rak tána í múrstein sem staddur var inn í miðju beði með fyrrgreindum afleiðingum, bar höndina fyrir mig. Frekar hallærislegt ekki satt en ég er á góðum batavegi, vonast til þess að komast í vinnu í ágúst. Bestu kveðjur í borgina fögru við sundin.

Margrét Björnsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:25

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góðar batakveðjur Margrét!!!!!!  Ég þekki vel hversu hallærislega maður brýtur sig.

Hólmdís Hjartardóttir, 21.7.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband