Allt titrar og skelfur

Í morgun skalf allt og nötraði í Öxarfirði og núna er skjálftahrina við Grímsey.

Ég man þegar stóri Kópaskersskjálftin reið yfir um árið. Þá sat ég í tíma í MA. Kennarinn okkar tók jakkann sinn og hljóp út.  Næst þegar við hittum hann fórum við að ræða þetta og spurðum hvort hann hefði verið hræddur.  "Ég er verkfræðingur og veit hvernig flöt þök virka í jarðskjálfta" En hann nefndi það ekki við okkur ó nei.

Vinkona mín var hins vegar stödd á Kópaskeri og hljóp vitanlega út. Þegar skjálftinn var liðinn hjá fór hún inn aftur að leita að ketti!! Sá hafði auðvitað forðað sér á hraða ljóssins.

Á Húsavík lá bróðir minn fótbrotinn uppi í rúmi og átti ekki að hreyfa sig. Þar hrundi úr hillum og allt fór af stað.  Hann hlýddi sínum fyrirmælum en viðurkenndi að sig hefði langað að hlaupa út.

Ég viðurkenni fúslega að mér þykir gaman að finna jarðskjálfta........og á enn von á skjálfta hér sunnanlands.  En ætli hjartað yrði ekki lítið ef hús tækju að skemmast í kringum mig.


mbl.is Jarðskjálfti í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og við líka titrum og skjálfum í þjóðfélaginu

Tryggvi (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er rétt Tryggvi

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Drífðu þig á Húsavík, gæti fundist þar sá næsti

Haraldur Bjarnason, 23.7.2008 kl. 15:07

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Haraldur....það gætu orðið óvæntar uppákomur á Mærudögum.....verst að þurfa að vinna alla þessa daga

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mig langar svooo norður en kemst ekki og núna í þessari hrinu þá er ég eiginlega bara fegin að vera her, það skelfur vonandi ekki á báðum endu´m landsins í einu.  Kær kveðja á þig duglega stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Úff, ég er ansi hrædd um að þetta sé ekki búið enn. Spurning hvenær og hvar sá stóri lætur til skara skríða. Er enn svolítið upptekin af gosi líka. Katla? Eyjar? Vona að mér skjátlist.

Sé að bróðir liggur í fótbroti, fékk hroll við lesturinn. Vona að hann komist fljótt á fætur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ásdís....mig langar líka

Guðrún Jóna....bróðir minn var fótbrotinn þegar Kópaskersskjálftinn reið yfir fyrir rúmum 30 árum.  En það á eftir að koma stór skjálfti!

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 00:02

8 identicon

Bara að redda vöktunum og drífa sig. Bærinn er að verða svo flottur og mikið stuð. Hjaðarhólshverfisfulltrúadömurnar láta draga sig í bleiku bílhræi sem að er búið að breyta í kerru. Þær kasta sleikjó og súkkulaði í fólk. Bara flottar. Þú skipuleggur líf þitt betur næsta sumar.

Mærukveðjur. M

maggatolla (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 01:14

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Magga...............skemmtu þér vel

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 01:34

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég held að það komi mjög öflugur skjálfti í nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 24.7.2008 kl. 01:39

11 identicon

Mér liggur næst að inna eftir því hver bræðra lá fótbrotinn... annars heyrði ég í einum nýlega sem sagði það svekktur að hafa sofið af sér Kópaskersskjálftann á unga aldri.

Danni (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:40

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Starri heitir hann Danni....varla þykist hann hafa sofið hann af sér!

Hólmdís Hjartardóttir, 25.7.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband