1.8.2008 | 03:37
Kannski er ég greindarskert , er að minnsta kosti öðruvísi.
Ég hef svo undarlegar skoðanir.
Numero uno. Mig langar ekki á útihátíð og kvíði Verslunarmannahelgum....vegna slysa og nauðgana.
Numero due. Ég fagna ákvörðunar Þórunnar Sveinbjarnardóttur...þetta eru réttar vinnuaðferðir.
Numero tre. Ég er sammála Ólafi F varðandi Laugaveginn.
Numero quattro. Ég styð hvalveiðar.... er egoisti ...........vil súrhval
Numero cinque. Mér kemur ekkert við að forsetahjónin borði með Mörtu S.
Numero sei. Ef Reykjavíkurflugvöllur fer............eigum við að flytja flugið til Keflavíkur. Engan nýjan flugvöll.
Numero sette. Það á að leyfa reykingaafdrep undir þaki.
Numero otto. Það á ekki að biðja neinn um að lifa á tekjum undir 200 þús. Við eigum ekki að biðja um kraftaverk.
Numero nove. Ég trúi ekki á guð.
Numero dieci. Mér er alveg sama þótt ég sé "of þung".
Hvað haldið þið? Kannski þarf ég bara geðlyf. Samt er ég sátt í mínu rugli.
Athugasemdir
Hafðu ljúfa helgi Elskuleg
Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 10:03
Sammála þér að flestu leyti. Hef verið svo heppinn að geta verið í vinnu undanfarnar verslunarmannahelgar.
Eru bræður þínir, á Hú. og fyrir austan, sammála því sem þú hefur sagt um álverið á Bakka? Ég veit að þeir eru ekki greindarskertir og efast um að þú sért það.
Ég er ekki egoisti og ekki hrifinn af slíku fólki. (það eina sem ég er ósammála) Mér finnst súr hvalur með því besta sem ég hef bragðað.
Sammála þessu með Rykjavíkurflugvöll. Hvurslags bruðl er þetta að hafa tvo stærstu flugvelli landsins með 50 kílómetra millibili?
Okkur vitleysingunum ætti að koma vel saman.
Ég er reyndar á þeirri skoðun að það sé ekki til óskrítin manneskja á þessari jörð.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 11:19
Sammála öllu nema tvö og níu, ég held við höfum alveg náðu úr okkur verslunarmannahelgardjamminu fyrir tvítugt og segi svo bara að þú ert ekkert biluð, flokkast með betri manneskjum á mínum lista, og svo detta mér allar dauðar á kodda þvi að draumi mínum síðustu nótt dreymdi mig Húnboga Valsson, hann bjó í endaíbúð þar sem Skarpurinn bjó í den, ég bjó víst í Hönnu enda, hann heilsaði mér og bauð mér inn, þar var gamli Skarpur og drakk kaffi, Húnbogi sagðist vera að bíða eftir systkynum sínum, það yrði ættarmót, þá er allt í einu bankað og inn kom frænka mín sem heitir Ágústa og kyssti ég hana í bak og fyrir og gladdist þessi lifandi býsn yfir því að hitta hana, fannst við ekki hafa sést árum saman. Mig hefur þá dreymt fyrir því að Húnbogi mundi blogga hjá þér í ágúst og ég ná sambandi við hann á ný. Knús og þig yndið mitt og njóttu helgarinnar á þinn hátt. P.s. það má reykja á svölunum hjá mér.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 14:37
Já, Hólmdís mín ég held að það sé engin spurning um að þú sért alvarlega greindarskert. Og e.t.v. einmitt þessvegna finnst mér gott að hafa þig sem bloggvin.
Ég er nú ansi sammála þér með upptalninguna, hér á landi er ekki tutti bene.
Farðu ekki á geðlyf. Það er gott að vera geðveikur EF manni líður vel með hafa. Fari þér hins vegar að líða illa, leitaðu þá til sérfræðings.
Beturvitringur, 1.8.2008 kl. 15:27
... vel með hana (geðveikina)
Beturvitringur, 1.8.2008 kl. 15:28
Takk öll fyrir innlit. Bíð með geðlyfin. Húnbogi brödrene Hjartarson eru hlynntir álveri á Bakka.....eru hreint ekki sammála mér.
Húnbogi....vegna þess að ég er þessi egoisti vil ég veiða hval svo ÉG fái súran hval.
Hólmdís Hjartardóttir, 1.8.2008 kl. 18:44
Ég held þú sért mjög greind kona Hólmdís mín. Ég er ekkert endilega sammála þér í öllu, t.d. þessu í öðrum lið og svo hef ég ekki heyrt borgarstjórann úttala sig um listaháskólabygginguna öðru vísi en að hann sé að skoða málið og velta því upp frá öllum hliðum, bara nákvæmlega eins og hans fyrrverandi aðstoðarmaður ætlaði að gera áður en hún tæki afstöðu og var rekin fyrir.
Kveðja til þín inn í helgina
Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:35
Ég er sammála þér hvað varðar alla liðina, utan numero tre: Þar hef ég ekki heyrt Ólaf F. segja neitt nema að hann vilji láta 19. aldar myndina halda sér á Laugaveginum, og við það svar hefur hann haldið sig, alveg þar til í Kastljósinu hjá Helga Seljan þá vildi hann ekki ræða málin. - En ætli hann að halda í 19. aldar mynd Laugavegarins þá þarf hann að rífa allmikið af húsum, því það eru ekki mörg hús em standa við Laugaeginn sem byggð voru "átjánhundruðogeitthvað"og væntanlega, vill hann þá útikamra, og hálfgerða torfkofa allavega fyrir ofan Klapparstíg. Nema þetta eina hús frá 1897. - Svo .......?????????
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 00:28
Lilja meginmálið er að halda í götumyndina sem er ekkert 19. aldar...veit það. Alls ekki setja þarna steinsteypukassa sem eru allt of stórir þarna. Sammála að ólafur kom ekki vel út úr viðtalinu í Kastljósi.......er alls ekki góður í fjölmiðlum
Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 01:39
Ef þetta er nóg til að þurfa geðlyf þá mætti líklega loka mig inni !!
Haraldur Davíðsson, 2.8.2008 kl. 15:43
Haraldur við lendum kannski á sömu deild
Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 01:42
Sigrún mín....takk
Hólmdís Hjartardóttir, 3.8.2008 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.