6.8.2008 | 01:51
Rottur og menn.
já rottur. Það eru rúm 6 á síðan ég flutti hérna á Rauðalækinn. Fljótlega eftir að ég flutti varð ég vör við að það að í húsinu byggju fleiri en eiga hér lögheimili. Klór og þrusk inni í vegg og undir baðkari. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur verið eitrað hér. Menn voru kallaðir til viðgerða. Brotið var upp baðgólf og þvottahúsgólf og lagnir endurnýjaðar. Ekki leið þó langur tími þar til gamalkunnugt klórið fór að heyrast á nýjan leik. Í fyrrasumar voru gólf enn brotin upp. Með tilheyrandi sóðaskap. Og hávaða. Stór skurður var hérna í holinu hjá mér. Nú voru allar lagnir endurnýjaðar. Eftir þessa viðgerð virtust rotturnar bara hressari ef eitthvað var. Áfram hélt klórið. Rotta var veidd í garðinum.....eftir að hafa nagað í sundur hvítu skrautlúpínuna. Rottu mætti ég hér á bílaplaninu og annari mætti ég hér neðar í götunni. Ég er á jarðhæð. En rotta veiddist hér uppi á þriðju hæð og einnig á annari hæð. Og 5 hafa komið í gildru í þvottahúsinu. Blessunarlega virðist engin hafa komið inn í mína íbúð. Ef það gerist munið þið öll heyra það!!!!!!!!
Í dag komu "rottumennirnir" enn og ætla að koma með gröfu og moka upp úr garðinum fljótlega. Vonandi tekst loks að losna við þennan andskota.......Þetta er viðbjóður.
En það er víst ár rottunnar.............
Athugasemdir
Þó það þyki kannski ekki karlmannlegt verð ég að viðurkenna að ég er lafhræddur við þessa andskota ! Þykir þú taka þessu með ótrúlegu jafnaðargeði; ég væri fluttur :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 04:21
Vonandi eyðileggja mennirnir með gröfuna ekki garðinn þinn í þessu rottustríði!!!
En það er auðvitað mjög nauðsynlegt að farga rottunum. Það eru dýr sem flestir hata. Gangi þér vel í baráttunni.
Sigríður Hulda Richardsdóttir, 6.8.2008 kl. 08:55
Því hefur verið haldið fram að rottur í Reykjavík séu fleiri en fólk (kannski gamlar upplýsingar). Fékk að minnsta kosti tvisvar slíkar skepnur í heimsókn í íbúð sem ég átti á þriðju hæð í austur borginni. Uppþvottavél hafði verið tekin úr sambandi og gleymst að loka rörinu. Mér finnst þetta svosem ekki meira fráhrindandi dýr en mörg önnur. Við höfum bara flest ákveðið fyrirfram að þær séu slæmar. Það er með þær eins og mýsnar að það má ekki gefa þeim færi á að skemma neitt.
Mig langaði aðeins að hughreysta þig Hólmdís mín. Leitt ef þetta veldur þér kostnaði og óþægindum. Þú átt mína samúð.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 10:31
Hræðilegt, og þú bara ótrúlega róleg. Vona svo sannarelga að ófögnuðurinn komist ekki inn í hús, þú veist að í den var það svo að það var ekki til rotta austan Skjálfandafljóts, geri ráð fyrir að svo sé enn, skemmtileg saga er til að því þegar rotta skaust upp úr frakt skipi við höfnina heima, hún fór inn í body bíl(lestina) og fór einhver hugaður maður inn með barefli og var lokað á hann, mikil læti heyrðust og loks opnuðust dyrnar og út kom hetjan með rottuna í hendi.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 12:34
*hrollur*. Ég varð einu sinni að flytja vegna rottufaraldurs í íbúð sem ég leigði í vesturbænum. Þetta var svo rosalegt að mér var alveg sama þó að fyrsta íbúðin sem datt upp í fangið á mér væri í Keflavík. En þangað flutti ég bara svo ég gæti losnað þaðan sem var. Vonandi gengur upp að losna við þennan ófögnuð í þetta sinn.
Kramkveðjur á meðan
Tína, 6.8.2008 kl. 13:31
Er á Kleppsvegi og þar eru búnar að sjást rottur annað slagið í tvö ár en engin lausn fundist á því önnur en eitra niðurföll og lagnir, sem er nottlega líka slæmt því að fyrst það virkar ekki þá eru kvikindin líklega bara að fíla bragðið..........
......spurning um að sleppa minkum í lagnirnar, þeir eru ansi líklegir til að vinna slaginn....
Haraldur Davíðsson, 6.8.2008 kl. 17:42
Þið sem búið þarna í Sódómu verðið bara að sætta ykkur við þennan fjandans ófögnuð. Eru þetta stór kvikindi eða bara lítilsháttar, eins og hamstur? - Fáðu þér bara kött; stóran graðan fress, hann stekkur á þessi kvikindi hvar sem þau sjást.
Haraldur Bjarnason, 6.8.2008 kl. 17:49
Takk öll fyrir innlit. Mér er ekkert skemmt en er rólegri í dag en þegar ég uppgötvaði þetta fyrst. Góð hugmynd að setja minnka niður......en ætli þeir séu ekki sömu skaaðvaldarnir. Húnbogi hvað getur verið ógeðfelldar en þessi kvikindi....miðað við hvar þau búa?
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 18:10
skaðvaldarnir....ógeðfelldara
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 18:14
Úfff!
Ragga (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 18:16
Jújú, rotturnar ógeðfeldar, því þær nærast á skít og sóðaskap annarar slíkrar, nefnilega mannskepnunnar! En eins og Húnbogi segir, eru þær þannig séð ekkert ógnvænlegri en svo margt annað, en auk skemmdanna sem þær valda er það semsagt smithættan af þeim sem ekki hað síst líka er varhugaverð.
EFtir þessar framkvæmdir núna getur þú bara vonandi sagt, "Allt er þá þrennt er"!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.8.2008 kl. 19:20
Takk fyrir góðar óskir Magnús Geir.......já Ragga úff
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 20:30
Fjölmargt hefur fárið þekkst,
falið undir mottunum.
Við skulum bíða. Vonandi tekst
að vinna bug á rottunum!
Hallmundur Kristinsson, 6.8.2008 kl. 20:35
Kærar þakkir fyrir vísuna Hallmundur. Fyrstu rottuna sá ég norður í Eyjfirði. En þær voru ekki til á milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum.
Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.