Kannabis.

Fyrir nokkrum árum fór ég inn í verslunina "Soldis" sem seldi silkiblóm. Þar inni var sjónvarpsfólk frá stöð 2.  Verið var að taka viðtal við afgreiðsludömurnar vegna "stóra kannabissmálsins". Og ég fékk að heyra alla sólarsöguna. 

  þannig var að í Reykjavík var einhver mikil Lögregluráðstefna.  Tveir ungir og áhugasamir lögregluþjónar gengu fram hjá búðinni og töldu sig sjá þar myndarlega kannabisplöntu. Mig minnir að þeir hafi fengið liðsauka áður en  innrás var gerð í verslunina.

"Kannabisplantan" reyndist  vera japanskur hlynur úr silki.  Ég hefði viljað sjá framan í þá þegar þeir áttuðu sig.  En fólkið í búðinni var harla ánægt með athyglina. Sennilega besta auglýsingin þeirra.

Þær seldu reyndar heilmikið af "sumarblómum" sem fólk setti niður í garðana sína og þurfti aldrei að vökva.


mbl.is Með kannabisplöntur í glugganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hí hí hí Heart Beat  Heart Beat Heart Beat Heart Beat  Heart Beat Heart Beat 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fyrir um áratug eða kannski rúmlega..tíminn er svo fljótur að líða...kom 11 ára strákur á Eskifirði með plöntu í líffræðitíma í skólanum sínum. Krakkarnir höfðu verið beðin um að koma með eitthvað úr lífríkinu sem þeim þætti vænt um. Þessi snjalli strákur hafði mikinn áhuga á ræktun og hafði tekið eftir því að í páfagaukafóðri sem hann keypti og gaf sínum fuglum voru fræ. Þau setti hann í blómapott og hugsaði vel um. Þegar hann kom með þetta í skólann sá kennarinn strax að þarna var kannabisplanta. Hún var send til rannsóknar og það reyndist rétt. - Þarna sérðu Hólmdís, kannabis leynist út um allt, ekki bara í stofugluggum.

Haraldur Bjarnason, 6.8.2008 kl. 21:26

3 identicon

Neyðarlegt fyrir þessa lögreglumenn. En þeim til hróss þá voru þeir áhugasamir og duglegir. Vonandi eru þeir það áfram, þrátt fyrir þessi góðu mistök.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er nú samt dálítið undarlegt að ég má eiga skáp fullan af skotvopnum og anna fullan af áfengi en ekki ráða hvaða pottablóm prýða gluggann minn....hmmm..

...marijuana ! Proud sponsors of..............ahem ...I forgot...

Haraldur Davíðsson, 6.8.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já ég man eftir að kannabisplöntur hafi komið upp af fuglafóðri.  Þetta er hin laglegasta planta.  Þegar ég var nemi á Kleppi fór mannskapurinn í vímu af því að reykja kólus sem var algengt stofublóm

Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það sést vel á þessu dæmi hvað það er hlægilegt að banna kannabis. Það gerir menn að algerum fíflum að eltast við þetta blóm. Er ekki meira vit í því að við sjálf ákveðum, án aðstoðar löggjafans, hvort við kveikjum í því eða ekki?

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 6.8.2008 kl. 23:08

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  







Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er spurning SO.........oft velt þessu fyrir mér

Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband