13.8.2008 | 18:49
Það er nú einmitt það og það er nú líkast til
Þá er afsökunin komin fyrir því að hafa gifst Herra Röngum. Gott að það var ekki sjálfskaparvíti. Þegar ég hugsa til baka man ég einmitt eftir hvað maðurinn var leiðinlegur þegar ég var á pillunni.............sem var lengst af .
Annars hef ég meiri áhuga á bankareikningum en líkamslykt....þótt Armani ilmurinn sé nú góður
Hvað skyldum við nú margar hafa lent í þessu?
Þið sem eruð í makaleit......verðið að framkvæma nákvæman nasaþvott....tvisvar á dag. Og auðvitað hætta á pillunni. ( Getur verið að páfinn hafi látið gera þessa rannsókn?)
Ætli lyfjafyrirtækið geti verið bótaskilt? Ég vil himinháar bætur takk fyrir pent. Tala við lögfræðing strax fyrramálið...
Ásdís þú ætlar að kenna mér að losna við aukakallana.....
Hr. Rangur valinn vegna pillunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkur: Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:03 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit núna afhverju ég fann Hr. Réttan - ég var aldrei á pillunni. Hólmdís, þú verður að fá stjörnulögfræðing í málið.
Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 19:13
Stjörnulögfræðing strax í fyrramálið Sigrún.........
Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 20:18
...hummm!!! -
Haraldur Bjarnason, 13.8.2008 kl. 23:30
Ég hef aldrei verið á pillunni, og var ég með mínum fyrrverandi í 28 ár
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:05
Hummm...................Haraldur?
Jóma mín þess vegna entist þetta svona lengi.....ég átti sirka 20 ár
Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.