Hvað eru margir framsóknarmenn í Reykjavík?.

.....Er það ekki rétt hjá mér að 3 af 4 efstu mönnum á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík eru ekki, með í  þessum nýjasta gjörningi?.   Björn Ingi er fjarri góðu gamni (kannski verður leitað til hans). Ásrún lét sig hverfa og Marsibil styður ekki þessa ást á rauðu ljósi.  Líklegt að hún skipti um flokk.

Hvað eru þá margir Framsóknarmenn eftir í borginni?  Eru þeir nægilega margir í ráð og nefndir? Það verður spennandi að sjá  framhaldið. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.  Ég fæ alltaf fiðring í hláturtaugarnar þegar 1-2% menn segja "við í meirihlutanum".

Djöfull sem ég væri til í að vera borgarstjóri á biðlaunum.


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er borgarstjóri á biðlaunum, og er enn að bíða......eftir laununum.

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Guðmundur Ólafsson stakk uppá að staðan yrði leigð út um helgar.  Nýjasta pckup-línan:  Ég er borgarstjóri.

Auðun Gíslason, 15.8.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sko, þú og ég getum talist meirihluti, enda konur, frá Húsavík og eld klárar, tveir framsóknarmenn geta hins vegar ekki kallast meirihluti í einu né neinu.  Þar sem tveir framsóknarmenn koma saman, þar er flokksþing   góða helgi skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 18:22

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð pickup lína......kannski hefur einhver verið að nota hana undanfarið......Óli hefur víst verið talsvert á djamminu.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 18:27

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur við bíðum og bíðum.......

Ásdís alla vega erum við meiriháttar

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Akkúrat, við erum so meiriháttar  In Love

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 18:34

7 Smámynd: Himmalingur

Því miður eru framsóknarmenn fleiri enn 1! Ég held samt að innan tíðar, og þá fyrr enn seinna, verði þeir færri enn 1!

Himmalingur, 15.8.2008 kl. 18:38

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það þarf að setja eitt eintak af framsóknarmanni í Þjóðminjasafnið áður en þeir deyja alveg út.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 18:54

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við gætum selt túrhestum litla aksjón kalla í selsskinnsjökkum sem minjagripi um xB.

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 19:26

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 19:50

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Anna

Hólmdís Hjartardóttir, 17.8.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband