24.8.2008 | 02:19
Stórasta landið
..komin heim. Þegar lent var í Keflavík í kvöld var klappað fyrir landsliðinu í handbolta. Full þota af fólki klappaði fyrir hetjunum í Peking. Man ekki eftir svona í flugvél fyrr. Annars vorum við að hugsa um og breyta áætlun.....fljúga bara til Peking og svo heim strax eftir leik. Hefði nú verið gaman.
Við komum til Reykjavíkur rétt eftir miðnætti og umferðin var ótrúlega lítil miðað við að það er Menningarnótt. Litlu systur yfirgáfu mig á BSÍ....voru á leið í menningarpartý. Leigubílstjórinn sagði óvenjurólegt....það er greinlegt að allir ætla á fætur í fyrramálið að horfa á handbolta. Ég er búin að stilla vekjaraklukkuna....svo er bara að tína allt brothætt og oddhvasst út úr stofunni........
Áfram Ísland.
Athugasemdir
Ég ætla að horfa á leikinn uppi í íþróttahúsi hérna á Nesinu á risaskjá. Ég verð að fara að sofa bráðlega, krakkarnir mínir ætla líka að koma með að horfa á leikinn. Og velkomin heim.. Áfram Ísland, áfram Ísland
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2008 kl. 02:22
já áfram Ísland
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 02:29
Áfram Ísland !!!
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 02:44
Og velkomin heim...
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.8.2008 kl. 02:44
Ég fór í Dogma verslunina á Laugaveginum í kvöld til þess að kaupa mér bol með áletruninni " Ísland er stórasta landið" en því miður konan sem var á undan mér keypti síðasta bolinn, svo var annar bolur sem vakti áhuga minn þar stóð eitthvað þannig " ég ætla að vera næsti, svo kom mynd af merki Reykjavíkurborgar, Borgarstjórinn. Flott búð þarna, þeir lofa að eiga svona boli á mánudaginn. Þá ætla ég að kaupa mér einn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2008 kl. 02:46
Velkomin heim
Sporðdrekinn, 24.8.2008 kl. 06:52
Velkomin heim krútta. Trúi því afskaplega vel að það hafi verið freistandi að fljúga frekar til Peking. Gæfi sko mikið fyrir að vera þarna núna. En Áfram Ísland.
Tína, 24.8.2008 kl. 07:13
ohh....hvað þetta er spennandi. Takk fyrir Lára Hanna.
Jóna Kolbrún.....þetta er flott búð....góðir bolir
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 07:58
Velkomin heim Hólmdís, ég vona að fríið hafi verið ljúft
Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:25
takk Sigrún.....ég er að farast úr spennu....en fríið var gott
Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 08:48
Kærkomið að fá þig heim í rigngninguna, vona að þú hafir skemmt þér jafn vel og ég gerði. Toppurinn hefði verið ef þú hefðir komist til Peking.
Eiríkur Harðarson, 24.8.2008 kl. 22:44
Eiríkur þetta var ljúft....
Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.