Hlerað í Peking

Dorrit:   "þeir eru flottastir"

Óli:  JÁ elskan...þeir eru sómi Íslands sverð þess og skjöldur.

Dorrit: "strákarnir okkar"

Óli:  já það er sko satt elskan.....hvað geturðu ekki setið kyrr manneskja?

Dorrit:  Ég ætla að fara að knúsa þá dálítið..

Óli: æi sittu kyrr elskan mín

Dorrit svífur á braut til að fagna Íslenskum sigri.  " Ísland er stórasta land i heimi" sönglaði hún. Seinna heima á hótelherbergi: Dorrit: Óli minn við verðum að gefa þeim eitthvað....þeir eru hetjur.

Óli:  Við höldum Þjóðhátíð. Fáum lúðrasveit....skjótum upp fánum..hrópum margfalt húrra.

Dorrit: Dáldið sveitó finnst þér ekki?

Óli: hva?....svona gerum við á Íslandi.

Dorrit: Getum við ættleitt þá?

Óli: Ertu ekki að grínast elskan?

Dorrit: Eigum við að gefa þeim hring?

Óli: Elskan mín þetta eru alvöru strákar....þeir vilja ekki skartgripi.

Dorrit: Við eigum nú fullt af dóti heima á Bessastöðum....eigum við að hafa partý og leyfa þeim að velja.....getum fengið Sigurrós til að spila og svona....

Óli: Ertu nú alveg að missa þig fiðrildið mitt?

Dorrit: en þessir jólapeningar sem fólk fær fyrir að mæta í vinnuna sína?

Óli: Jólapeningar...hvað ég borga engum neitt....Íslendingar borga mér.

Dorrit: Kjáninn minn ég meina orðurnar...eigum við ekki nóg af þeim?

Óli:Satt segirðu Dorrit mín... ég gæti svo sem hengt á þá pening.....jú ég geri það bara.....geturðu þá ekki farið að sofa....ég er orðinn dauðþreyttur.

Dorrit.: Góða nótt Óli minn.

Óli: Góða nótt.

10 mínútum síðar:

Dorrit: Óli minn ertu sofnaður?

Ekkert svar.

Dorrit: Óli minn.....gætum við farið í hestvagni niður Laugaveginn á undan liðinu?

Ekkert svar.

Dorrit: jæja Óli minn....mér dettur eitthvað í hug...

Óli: Elskan mín...farðu að sofa....ekki hugsa meira....

 


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Snillingur ertu Hólmdís

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún mín...þetta er bara smásvefngalsi efti 10 og hálfs tíma næturvakt og lítinn svefn

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú hlæ ég   Big Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott Ásdís mín hláturinn lengir líftóruna

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 25.8.2008 kl. 18:06

6 identicon

... og hvað á svo "leikþátturinn" með Óla og Músaéfu að heita?

H. Vídalín H. (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:35

7 identicon

Heyrðu heillin mín!  Ég sé hérna frábæran þátt í skaupinu næsta.  Allt tilbúið.

Haltu áfram að skrifa handrit!

Leifur

Leifur skólabró (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:35

8 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Frábært. Gaman að lesa þetta.  

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.8.2008 kl. 22:44

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Leifur og H_ _ _ _ _ Ykkur verður boðið á frumsýningu

Erna takk fyrir það.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 00:32

10 Smámynd: Tína

Shit hvað ég hló illilega núna

Eigðu ljúfan dag mín kæra.

Tína, 26.8.2008 kl. 08:49

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk Tína

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband