Öndvegissúla.

Þar sem ég er svo hrifin af eigin hugmynd um  að reisa súlu í Laugardalnum með nöfnum afreksmanna í íþróttum ætla ég að koma henni á framfæri aftur.  Þar væru greypt nöfn allra Íslendinga sem skara fram úr í íþróttum ..allt  frá landnámi. 

Allt gott um það að segja að veita "strákunum okkar" Fálkaorðuna.  Gallinn við þessa orðu er hins vegar sá að hún hefur verið ofnotuð.  Embættismenn fá hana fyrir að mæta í vinnuna sína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halltu áfram að vera hrifin af eigin hugmyndum. Mér finnst slíkt vera jákvætt og heilbrigt. Ég skal trúa þér fyrir, að ég er sjálfur oft mjög hrifinn af eigin hugmyndum en ég þori ekki að segja nokkrum manni frá því. Að því leyti ert þú lengra komin en ég.

Svona minnisvarði, hvort sem það er súla eða annað yrði örugglega svo mikil hvatning fyrir æsku landsins. Það yrði "Íslenski Draumurinn" fyrir alla unglinga að fá nafn sitt á þessa súlu, sem mun hvetja til meiri íþrótta iðkunar, heilbrigðs lífstíls og dugnaðar yfir höfuð hjá unglingum.

Ég stend með þér, svo sannarlega.

PS. Ég er löngu hættur að bera virðingu fyrir Fálka orðunni. Hún hefur lengi verið misnotuð og er þess vegna orðin hlægileg.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Tek undir þetta með þér.

Guðjón H Finnbogason, 25.8.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta strákar.

Húnbogi ég er eldri en þú þess vegna komin lengra

En maður verður að standa með sjálfum sér.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi hugmynd um súluna í Laugardalnum er gulls ígildi. Þar yrðu Villi rektor fyrir silfrið í þrístökkinu, Bjarni fyrir bronsið júdóinu og Vala Flosa fyrir bronsið í stangarstökkinu. Svo auðvitað allt handboltalandsliði. Svo koma fleiri í kjölfarið. Þetta er öflugra en súlan hennar Yoko í Viðey.

Haraldur Bjarnason, 25.8.2008 kl. 22:17

5 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þetta er ennþá frábær hugmynd!!!!

Haraldur Davíðsson, 25.8.2008 kl. 23:19

6 identicon

Haraldur Bjarnason!... Talandi um Yoko í Viðey (svo farið sé aðeins út fyrir umræðuefnið) Þar var mestöll borgarstjórn Reykjavíkur stödd og sprakk svo sömu helgina!!! Ef ekki ekki bara samstundis og hún komst í snertingu við hana Yoko. Ég sá það strax í hendi mér að það var Yoko sem splundraði borgarstjórn Reykjavíkur, eins og hún splundraði Bítlunum. Það vantar ekki sprengikraftinn í hana Yoko. Ég er hrifnari af henni en fyrrverandi kallinum hennar, honum John.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Chapman mætti á point blank og skaut fimm sinnum, FIMM SINNUM án þess að hitta Yoko, eðlilegt að maðurinn var lokaður inni.

Haraldur Davíðsson, 25.8.2008 kl. 23:39

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég veit ekki alveg hvernig ég fer að þessu en tvisvar sinnum var ég alveg viss um að ég væri búin að setja inn athugasemd hér. Allt er þegar að þrennt er svo hér kemur þetta:

Mér lýst mjög vel á þessa hugmynd þína Hólmdís, mér líst meira að segja svo vel á hana að mér þætti synd ef að ekki yrði af þessu. Ég er búin að setja þetta inn á mína síðu, ekki að hún sé mikið lesin en margt smátt gerir eitt stórt og hver veit hvað gerist

Sporðdrekinn, 26.8.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Áfram Hólmdís

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk, takk.....

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 00:37

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur B....er ekki hægt að setja þarna Gretti Ásmundarson,..Jón Pál og svo eru margir fatlaðir búnir að vinna afrek.

Glímukóngar, Jóhannes á Borg.  Það verða að vera meistarar í Íslenskri glímu.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 01:04

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hólmdís mín þetta er frábær hugmynd, höldum áfram að tala um þetta, þá kannski verður þetta gert á endanum.  GN 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2008 kl. 01:05

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur D,,,,,,,,,,,,,

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 01:06

14 Smámynd: Haraldur Davíðsson

...hehe..

Haraldur Davíðsson, 26.8.2008 kl. 01:10

15 identicon

Eigum við ekki bara að stofna þrýstihóp til að fá þetta í gegn?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 01:12

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Ásdís. Jú Húnbogi

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 01:27

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Þá er að hamra járnið meðan á meðan það er heitt Húnbogi, ég er til í að berjast í þessu með þér, ímeilið mitt er mogadon@btnet.is...

...borgarstjórnin hlýtur að vilja skora punkta með þessu, en ég krefst þess þá að Hólmdís verði í forsvari fyrir hópinn, hugmyndin er jú hennar....

Haraldur Davíðsson, 26.8.2008 kl. 01:33

18 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er góð krafa Haraldur

Sporðdrekinn, 26.8.2008 kl. 01:40

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ok

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 01:46

20 Smámynd: Tína

Hvet ykkur eindregið áfram í þessu. En þetta er alveg rétt hjá þér Hólmdís mín, sem þú segir um fálkaorðuna. Oft á tíðum hefur maður ekki hugmynd um hvers vegna meiri hluti þessa fólks er að fá orðuna. Með fullri virðingu fyrir þeim sem hafa fengið hana.

Knús inn í daginn þinn elskulegust.

Tína, 26.8.2008 kl. 08:54

21 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lýst vel á að stofnaður verði "þrýstihópur" til að koma þessu á framfæri og að upphafsmaðurinn og hugmyndasmiðurinn Hólmdís fari fyrir þeim hóp

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:46

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk stelpur mínar......það fer mér reyndar ekkert vel að vera í forsvari......en mér þætti gaman ef hugmyndinni yrði komið á framfæri.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.8.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband