Ef þetta er rétt

að Kínaferðir Menntamálaráðherra og co hafi kostað landsmenn 5 milljónir finnst mér að hún eigi að segja af sér. Það er hægt að sætta sig við að borga fyrir eina ferð......annað er bruðl og stórskandall.

Kæru landsmenn sýnið aðhald!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ein ferð var ásættanleg fyrir hana. En við sitjum upp með að borga tvær ferðir fyrir hana og maka sem er nú engin láglaunamaður,síðan er það fylgdarlið hennar.Skandall

Rannveig H, 27.8.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég trúi varla að þetta sé rétt. Það væri svo mikið dómgreindarleysi hjá ráðherra.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 12:18

3 Smámynd: Skarfurinn

Sammála því þetta er skandall, er hissa á að ekki sé skrifað um þetta í blöðunum nú á þessum tímum þegar landsmönnum er sagt að herða sultarólina og spara, þá getur Þorgerður Katrín leyft sér að fara tvær ferðir til Kína með maka og felirum og allt borgum við skattborgararnir, þetta er með öllu siðlaust.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Skarfur þetta er siðlaust

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 12:44

5 Smámynd: Beturvitringur

Ætti ekki að vera kvóti,  "bara ein ferð á mann"?  "Gleymi" menn e-u er bara að borga sjálfur, það gerum við!

Beturvitringur, 27.8.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hún varð að mæta svo Óli og Dorrit væru ekki ein um að fá athyglina

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Beturvitringur

meinarðu DM?

Beturvitringur, 27.8.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DM '? Í mínum huga þýðir DM  diabetes  mellitus.....eða sykursýki!!!!!!!!!!!!!

Auðvitað varð hún að mæta Haraldur....mig langaði líka.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað ætti að vera nokkurs konar kvóti Beturvitringur.

Ólafur þetta er svona "fínt" rán

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 13:46

10 identicon

Sæl frænka. Að mínu viti er það algerlega hafið yfir gagnrýni að ráðherra íþróttamála ákveði að verða vitni að úrslitaleik á ólympíuleikum. Alveg sjálfsagt. En mikið á sig lagt, til þess að gera nýkomin þegar hún skellir sér aftur í þetta 40 tíma flug eða hvað þetta er fram og til baka, frá börnum og buru. Við ættum að vera ráðherranum þakklát fyrir að leggja þetta á sig fyrir land og þjóð. Mun þarfara en til dæmis Suðurstrandarvegur sem nú á að henda milljörðum í til að koma á malbikuðu vegasambandi milli Grindavíkur og Þorlákshafnar með tilheyrandi náttúruspjöllum. Þar erum við að tala um alvöru tilgangsleysi. Það má heldur ekki gleymast að það gætu liðið töluvert margir áratugir þar til Íslendingur vinnur næst ólympíupening. Áfram Ísland.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 16:34

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll frændi.   Takk fyrir þitt innlegg.  En var ekki óþarfi að taka þetta fylgdarlið með?  Og var ekki bara nóg að hafa Dorrit á svæðinu?   Svona á tímum aðhalds.

Áfram Ísland.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 16:46

12 identicon

Er ekki í góðu lagi að ráðherra hafi með sér fylgdarlið? Þetta er erfitt starf, illa borgað, illa þokkað og oft leiðinlegt.  Er ekki sjálfsagt að ráðherrar hafi með sér lágmarks fylgdarlið.?  Einn ráðherranna var hér í Slóveníu fyrir skemmstu og átti ég með honum skemmtilega kvöldstund. Í hans fylgdarliði var bara einn maður. Það kom mér á óvart að ráðherrar fari í vinnuferðir út fyrir landsteinana jafn illa mannaðir þótt fylgdarmaðurinn sé raunar nokkurra manni maki enda að nokkru Reykdælingur. Þá má ekki gleyma að eiginmaður ráðherra er ein af goðsögnum í íslenskum handbolta. Hann á það örugglega inni að þjóðin borgi undir hann ferð á jafn merkan atburð, hvort heldur sem eiginmaður, vegna stöðu sinnar eða fyrrum afreka. Við skulum hætta þessu tuði um eitthvað sem ekkert er og gleðjast yfir afrekum sem seint verða slegin.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 17:18

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo þú ert í Sloveníu Björn.  Ég lít ekki á þessa ferð ÞK sem vinnuferð. Og finnst eðlilegt að hún fari eina ferð til Kína. Sem ráðherra Íþróttamála.  Við erum greinilega ekki alveg sammála.  En liðinu var gífurlega vel fagnað við heimkomu enda öll þjóðin í silfurvímu.   Eigðu góðar stundir.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband