Hvar er Dorrit?

Ég sá hana hvergi.  Búin að hlakka svo til að sjá hana.   Annars er ég búin að sitja límd við sjónvarpið með rekju í augum.  Ég var hrærð eins og þegar ég hlusta á Mahalíu Jackson syngja        " Heims um ból".  Liðið fékk frábærar móttökur.....u.þ.b 50 þúsund manns tóku á móti þeim.  Nú er gaman að vera Íslendingur.   

Svo sé ég að ég er búin að fá nöfnu á bloggið.....á þær nú ekki margar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Úff já, er búin að tjá mig svo mikið um þessar móttökur að ég meika það varla meira. En í stuttu máli þá fannst mér þetta too much með þyrlurnar, aukaflug yfir flugbrautinni, og já í raun bara það að þotan skyldi fljúga til Rvk með handboltaliðið, og svo það sem fékk mig til að gera eins og Jenný Anna, þ.e. æla og svo kasta mér í vegg, það voru þessir slökkvibílar sem sprautuðu vatni yfir vélina þegar hún keyrði eftir flugbrautinni. Allt hitt fannst mér fínt og verðskuldað.... hitt sem ég nefndi fannst mér eitthvað alltof bandarískt og of glatað og of væmið til að ég gæti horft á það. Sorry, bara mín skoðun......

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég reyndar fór ekki að horfa að ráði fyrr en þeir fóru í gegnum borgina.  Það snerti vafalaust streng í þeim að 50 þús. manns tóku á móti þeim.   Þetta voru höfðinglegar móttökur og það áttu þeir skilið.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 21:32

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér fannst allur pakkinn flottur en einhvern veginn fannst mér Palli passa illa inn í þetta. Valgeir var stórkostlegur og Laddi í lagi sem Bjarni Fel en hvers vegna voru Örvar og Bogi ekki fengnir fyrst móttakan var á heimavelli þeirra. Svo er það nú svolítið kaldhæðnislegt að strákarnir skuli lenda á Reykjavíkurfluvelli rétt eftir að Hanna Birna er búin að lýsa því yfir að hún vilji þann flugvöll feigan. Svo þarf Hanna Birna að læra að kissa, þess vanganir hennar og grettur á munninn voru svoldið hallærislegar. Þorgerði Katrínu tókst að ná smá forskoti á Ólaf Ragnar þangað til kom að Bessastaðaferð strákanna en gaman væri að vita hvort hún hefur mætt þangað.

Haraldur Bjarnason, 27.8.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég horfði á viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson og mér fannst hann æðislega skemmtilegur í þessu viðtali. Svo var hann svo "dúllulegur" í framan þegar hann nældi fálkaorðurnar á þá og batt þessa fínu slaufur.

Segi eins og Lilja, mér fannst þetta með flugvélarnar og þyrlurnar TOO MUCH

Sigrún Óskars, 27.8.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Óli toppaði sjálfan sig og Dorritt. FLuvurnar máttu missa sig en það lagaðist með eðlilegum íslenskum vörubílum.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þessi móttaka fellur seint í gleymskunar dá.    Þjóðin fór dálítið fram úr sér í sigurvímunni.    Bara hafa gaman að þessu.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við höfum nú svosem farið fram úr okkur á klaufalegri hátt en þetta.......

Haraldur Davíðsson, 27.8.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var bara stórkostlegt, séð úr minni stofu í vinnunni og svo gat ég vinkað þeim, þegar þeir flugu yfir

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 23:48

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit Sigrún og Haraldur.  Já já við höfum oft verið klaufalegri en þetta.

Hver man ekki Bermudaskálina?

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband