FORSETI ÍSLANDS.

Nú hætti ég mér út á hálan ís.    Fyrsti forsetinn sem ég man eftir var Ásgeir, síðan Kristján Eldjárn. Kannske var ég of ung til að skynja gagnrýni á þá.   Man samt að frú Halldóra fór berfætt í fiskbúðina.     Svo kom Vigdís fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn og athygli heimsins beindist að okkur.  Einstæð móðir og fráskilin.  Ég var yfir mig hrifin.  Dálitla gagnrýni fékk hún á sig í embætti. Nú finnst mér ekki að forsetinn eigi að vera yfir gagnrýni hafinn. En það var gaman að hafa forseta sem gat tjáð sig vel á mörgum tungumálum og var þar að auki glæsileg kona.

Og enn átti að kjósa forseta....og nú voru nokkrir í kjöri.  Ég vil helst ekki sjá fyrrverandi stjórnmálamann í þessu embætti.  Slíkur forseti nær aldrei hylli allrar þjóðarinnar og því ekki það sameiningartákn sem ég tel að embættið eigi að vera.

Ég kaus ekki Ólaf Ragnar Grímsson.  Og var ekki sátt við kjör hans þrátt fyrir að fá stórglæsilega forsetafrú Guðrúnu Katrínu.

  Ég tel hins vegar að Ólafur hafi staðið sig vel í embætti.  Og hann hélt áfram þrátt fyrir ótímabært andlát Guðrúnar Katrínar.   Ég fylgdist með útför hennar í sjónvarpi og þótti myndavélarnar fullnærgöngular við syrgjendur.  Fólk á rétt á einkalífi.

  Og svo fann Ólafur Dorrit.   Sem var hans happ og okkar allra.

     Andstæðingar Ólafs í stjórnmálum hafa aldrei náð sér eftir að hann varð forseti.   Andúð í hans garð frá vissum aðilum hefur alltaf skinið í gegn.   Ýmsar embættisfærslur gagnrýndar og ávallt hefur hann verið undir smásjá.  Margir Sjálfstæðismenn hafa enn ekki tekið hann í sátt og munu aldrei gera.

     Dagbókarbrot Matthíasar þau sem ég hef lesið hafa mér þótt afar ógeðfelld.  Að fjalla um sjúkrahúskostnað Guðrúnar Katrínar er vægast sagt taktlaust og  að sjálfsögðu  trúnaðarbrot.  Andúð á Ólafi hefur verið yfirfærð á Dorrit sem hefur það eitt til saka unnið að vera lifandi og hrifnæm.  Mér hefur þótt undanfarið að gagnrýni á forsetahjónin sé farin að jaðra við einelti.

    Mér finnst að á meðan við höfum þetta embætti eigum við að hafa frið um það og sýna því tilhlýðilega virðingu.  Ellegar eyðileggjum við það.

   Öll framganga forsetahjónanna í kringum Ólympíuleikana hefur verið til fyrirmyndar  og stóð Ólafur Ragnar sig mjög vel í viðtali í kvöld.   En ég saknaði Dorritar   hún glæðir svona atburði lífi.

Og hananú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Heyr, heyr... og hananú

Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigrún þessi umræða sem verið hefur finnst mér svo lágkúleg!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála og tvískinnungurinn algjör.

Sigrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:12

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst forsetahjónin bæði hafa staðið sig vel.    Mér finnst Dorrit skemmtileg og tilgerðarlaus.  Og rosalega flott klædd, þegar þau eru í veislum hjá þjóðhöfðingjum annarra landa þar ber hún oftast af, í glæsilegum klæðnaði.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lágkúrulegt átti þetta að vera.  Já Sigrún.  Ég er enginn sérstakur aðdáandi ÓRG en hann hefur staðið sig prýðilega.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 01:26

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dorrit  er glæsilegur fulltrúi  sammála því Jóna Kolbrún.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 01:30

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ólafur hefur staðið sig vel sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn. Hann hefur glætt annars gagnslausu embætti smá lífi og það er fínt.

Dorrit er gullmoli sem er okkur bara til sóma. Þeir sem vilja sjá einhverja helgislepju í kringum forsetaembættið eru þeir sömu og vilja að forsetinn sé eingöngu skrautfjöður í annars krumpuðum hatti stjórnmálanna, þægur ljár í þúfu og þögull forseti, s.s. gagnslaus forseti.

Haraldur Davíðsson, 28.8.2008 kl. 02:07

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigurður Helgi....umræðan hefur vægast sagt verið annarleg.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 02:11

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála Haraldur.....ekki vildi ég skipta á henni og stífri snobbfrú

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 02:13

10 Smámynd: Beturvitringur

Já, okkur ber að sýna forsetaembættinu "tilhlýðilega virðingu" en a.m.k. ég ætlast líka til að embættisfólkið sýni sama embætti "tilhlýðilega virðingu".

Það er nokkurs konar línudans að geta verið vingjarnlegur og hressilegur en á sama tíma koma "tilhlýðilega virðulega" fram.

Það er galdur að kunna slíkan dans.

Aldrei get ég metið persónuleika eftir ríkidæmi og klæðaburði í stíl við það.

Beturvitringur, 28.8.2008 kl. 03:33

11 Smámynd: Tína

Ég er svo sammála þér að öllu leyti Hólmdís mín. Mér finnst Dorrit æðisleg ogalltaf jafn skemmtilegt að sjá hvað hún dýrkar allt sem íslenskt er. Ólafur Ragnar finnst mér hafa staðið sig hrikalega vel og vera landinu til sóma.

Knús inn í daginn þinn krúttan mín.

Tína, 28.8.2008 kl. 07:48

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur......það er enginn að meta persónuleika eftir ríkidæmi og klæðaburði.

Heldur er kannski verið að gagnrýna (öfund) neikvæðni í garð þeirra.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 09:58

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Tína mín eigðu góðan dag

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 10:20

14 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er mjög hrifin af Dorrit, hún kemur bara til dyranna eins og hún er klædd. Ég hef líka séð hvernig börnin sogast að henni - hún er svo opin og einlæg. Ólafur Ragnar hefur bara staðið sig vel finnst mér. Ég er sem sagt sammála þér Hólmdís.

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 10:38

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Og svo er hún nágranni þinn Sigrún.....annars er ég á kvöldvakt á laugardaginn..var búin að láta plata mig áður en ég mundi eftir "hittingnum". Þú skilar kveðju til allra

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 10:51

16 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sveinn Björnson var kosinn fyrsti forseti íslands við lýðveldisstofnunina á Þingvöllum 1944.

Hvað Ólaf og Dorrit varðar þá eru þau bæði að gera fína hluti og þeir sem eru að fárast út í Dorrit fyrir það sem hún sagði eftir spánarleikinn í Peking ættu kanski aðeins að hugsa áður en þeir segja eitthvað vitlaust annars vitna ég bara í bloggfærsluna um Dorrit á síðunni minni.

Magnús Paul Korntop, 28.8.2008 kl. 11:12

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já Magnús. Sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 11:23

18 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hjónin eru að gera fína hluti en þau verða að passa sig að gera ekki og mikið eins t.d.  þorgerður Katrín og í gær voru hetjurnar okkar að komast í skuggann. Hann var farinn að pirra mig kallinn.

Átt þú góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.8.2008 kl. 11:52

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis vinkona eigðu góðan dag

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband