Kannski flýtti ég mér of mikið.

.....Nú er að ljúka  þriðju aðgerð hér í húsinu vegna rottugangs.  5-6 rottur voru fangaðar í þvottahúsinu.  Og einhverjar úti í garði.  Og þær fóru alla leið upp á þriðju hæð. Þeim tókst að eyðileggja plöntur fyrir mér með því að naga sundur ræturnar.   Allt er þegar þrennt er. Nú trúi ég því að ég heyri ekki klórað í vegg framar.         Var ekki búin að átta mig á að þetta gæti verið búbót.  Fyrir mér var þetta bara ógeðfellt og auðvitað kostnaður.

 

 

 


mbl.is Rotturéttir seðja hungrið á krepputímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú ert með útflutningsvöru í garðinum og húsinu. Nú erum við svo vel þekkt í Kína að íslenskar rottur eru örugglega vel þegnar á veitingahúsum þar.

Haraldur Bjarnason, 28.8.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Haraldur.......ég er búin að eyðileggja þessa gróðalind....og borgaði meira að segja fyrir það.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur.

Haraldur Davíðsson, 28.8.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei Haraldur það víst satt

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Halla Rut

Fékk einu sinni mýs í heimsókn til mín en rottur eru örugglega enn verri enda skemma þær víst allt sem þær komast í.

Good luck.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 13:38

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Þjóðarsál og Halla Rut.   Vona bara að ég sé laus við þetta.  Mýs eru bara sætar en rottur.........

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Sigrún Óskars

ÓMG þú átt alla mína samúð - þá meina ég ekki að þú sért búin að eyðileggja búbótina, heldur það að fá rottur  Allt er þegar þrennt er - vonandi. 

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 16:22

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalega er fólk matvant! Reynið að bjóða einhverjum Asíbúa íslenskan þorramat. Að fólk sem er rétt skriðið út úr torfkofum og urðu dauðhræddir þegar þeir fundi ekki lýs á sér, því það var merki um að viðkomandi væri feigur...

Rottur eru aldar upp í sérstökum rottubúum. Þær fjölga sér svo hratt að verðið helst lágt því samkeppnin er mikil. Þær fá gott fóður því rottubændur vita að bragðið á kjötinu fer mikið eftir því hvaða fóður er notað. það eru bara þeir fátækustu sem veiða rottur sér til matar. Er þá helst veitt í skógum.

Rottukjöt er ekkert öðruvísi enn kjúklingur á bragðið. Svo hefur salan á rottukjöti aukist vegna ótta við fuglaflensu..

Kakkalakkar eru eins og döðlur á bragðið og er étið um alla Asíu á sama hátt og Evrópubúar éta poppkorn. Það standa kakkalakka-skálar um allt, fyrir verkafólk að narta í á meðan þeir eru að vinna, eða horfa á sjónvarp. Þeir eru stektir í martarolíu.

Allt verður matur þegar fólk er svangt. Hárlausir músarungar er t.d. eftirréttur í Kína og fleiri stöðum. Þær eru bornar fram lifandi og síðan dýft í skál sem er full af heitu hunangi. Síðan er hún gleypt í heilu lagi og skottið bitið af. 

Það kitlar í magan smá stund....  

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 16:25

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Úff Óskar.     Sigrún ég vona að ég sé laus.

Lifandi músarungar eða apaheilar fara ekki á diskinn minn.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 16:44

10 identicon

Lykilatriðið í fréttinni var væntanlega þetta: 

Að sögn embættismanna eiga íbúar í landinu nú auðvelt með að fanga rottur, sem eru að flýja flóðasvæði.

M.ö.o., hér er væntanlega um að ræða rottur sem nærast á hrísgrjónaekrum Kambódíu - og forða sér þaðan í flóðum.

GT (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:49

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

..apaheilar eru bara desert fyrir ríka fólkið. Aparnir eru bundnir í kassa og bara hluti af skallanum stendur upp úr. Síðan slær þjónninn af sneið af hausnum. Svo er heilin étin beint upp úr skallanum á apanum sem gargar og emjar..

Það er búið að banna þetta núna. Enn samt eru svona klúbbar sem forríkir eiga sem halda þessu áfram. Mér finnst nú algjört lágmark að drepa apan áður enn hann er étin...ég hef aldrei prófað þetta. Alltof dýr matur og svo finnst mér þetta vera ógeðslegt að fara með dýr svona...

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 16:57

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

G.T  reikna ekki með að fólk sé að borða klóakrottur.   Svo veit ég ekki nema að ég hafi borðað hund eða rottu í Asíu

Óskar....þetta er ógeðslegast "matur" sem ég hef heyrt um.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.8.2008 kl. 17:24

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

...þetta er ekkert öðruvísi enn ef þeir sæu okkur éta hrútspúnga og hákarl..og skötu..það myndi steinlíða yfir þá bara af lyktinni..af hverju vilja Asíbúar ekki éta kindakjöt?

þeir geta varla verið inn í húsi þar sem kindakjöt er étið! Við upplifum kindakjöt sem góðan mat..í þeirra flestra augum er þetta ógeðslegt til að byrja með...sumir geta aldrei vanist kindakjöti..það er svo ógeðslegt í þeirra augum..spyrjið bara hvaða Asibúa sem er...enn Asíubúar þykir íslenskur harðfiskur betri enn þeirra eigin..og hann er það..

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 17:37

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var um dagin að kaupa sígarettur á markaðnum hérna, og þar var fullt af þeim. Og leðurblökum sem eru bara eins og´rottur með vængi. Reyndar aldrei prófað leðurblökur. Þetta er bara allt  selt sem matur og það er nákvæmlega ekkert skrítið eða undarlegt við það. Þetta er matur. Engisprettur .t.d. vil ég ekki borða enn margir vilja þetta í hvert mál..

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 21:09

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ekki uppáhalds dýrin mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.8.2008 kl. 23:03

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki er nú girnilegur matseðillinn

Hólmdís Hjartardóttir, 29.8.2008 kl. 00:12

17 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Seinheppin varstu!  Vonandi gengur vel næst

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:38

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Jóna Kolbrún....þetta hefði getað drýgt tekjurnar

Hólmdís Hjartardóttir, 29.8.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband