Þessu kyngi ég ekki

Þessi frétt getur bara ekki verið rétt. Mikill skortur er á faglærðu fólki á hjúkrunarheimilum sem mörg hver eru orðin mönnuð hálfgerðum og fullgerðum fóttamönnum frá öðrum löndum.  Því fólki er hægt að borga lægstu laun sem fyrirfinnast á Íslandi.    Getur verið að þetta sé stefnan hjá Reykjavíkurborg í dag?

Og einu sinni enn ætla ég að pota því inn að fólk greiðir margt háar fjárhæðir  fyrir búsetu á þessum stofnunum.  Og á rétt á faglegri þjónustu og að við það sé talað á okkar ástkæra ylhýra móðurmáli.

Það verður að hætta að líta á aldrað fólk sem bagga á þjóðfélaginu.


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Því miður getur þessi staðhæfing sjúkraliðans verið rétt. Við þekkjum þetta vandamál úti á landsbyggðinni þar sem reyndir  starfsmenn hafa drifið sig í sjúkraliðanám en ekki fengið störf sem slíkir að loku námi. Margar hafa því neyðst til að vinna á launum ófaglærðra, jafnvel þó meiri kröfur séu gerðar til þeirra. Stjórnendur hjúkrunarheimili víða á landsbyggðinni virðast bókstafelaga vera á móti faglrðu fólki enda kostnaðarsamara.  Þetta vandamál hef ég einnig séð hjáReykjavíkurborg og þá meðal fleiri stétta, þ.m.t. hjúkrunarfræðinga en sjúkraliðar þykja í þeim tilvikum betri kostur.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er víst tilfellið

Hólmdís Hjartardóttir, 29.8.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband