Að eiga hvergi höfði sínu að halla.

Þau voru bæði dapurleg viðtölin í kvöld í fréttunum, við útigangsmanninn og við Jórunni frá Velferðarsviði. 

          Í kvöld fylgdumst við vinnufélagarnir með ungri konu leita í ruslagámunum sennilega að einhverju til að liggja á.  Rétt við dyrnar hjá okkur hef ég séð merki um svefnbæli sem ekki er sérlega hlýlegt.  Ég hef unnið við Snorrabraut og Barónsstíg í nokkur ár.  Ruslakompur ( sem þó eru ekki óvistlegri en herbergi dóttur minnar Crying ) hafa lengi hýst fólk að næturlagi.  Matarleyfar eru hirtar úr sorptunnunum.  Alls staðar þarna í kring hef ég séð fólk gista undir berum himni. Ísland er ekki heppilegt fyrir útigangsfólk.  Hvað skyldu margir deyja hér úti á veturna sem við heyrum aldrei af?    Það eru ekki allir tilbúnir að þyggja aðstoð.........en flestir þyggja skjól í kuldum og matarbita.

   Borgin á nokkur smáhýsi sem keypt voru fyrir útigangsfólk.  Það hefur dregist skammarlega lengi að finna þeim stað.   Áhuginn greinlega ekki nægur til að leysa vandann.  Þetta eru færanleg hús og því ætti að vera auðvelt að finna þeim stað til bráðabirgða og flytja þau svo síðar  þegar fundin er heppileg lausn.   Því miður er lítið rými við Ráðhúsið...........sem hefði verið heppilegast til að minna stjórnendur á tilvist þessa fólks.   En  Miklatún er stórt og Vatnsmýrin.  Og Laugardalurinn.

  Borgin hefur velt þessum vanda yfir á líknarfélög en láðst að styrkja þessi félög af myndarskap.   Hjálpræðisherinn hefur fætt marga og klætt án þess að auglýsa það sérstaklega.  Það er vel þess virði að styrkja það hjálparstarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Hólmdís mín. Nú  þurfum við að vera á vaktinni og láta verkin tala.  Ekki séns að treysta á hið opinbera.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svo sammála þér Hólmdís, þetta er skammarlegt.  Ég heyrði að Hjálpræðisherinn hafi sótt um styrk til borgarinnar fyrir stutt og fengið synjun

Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta er skammarlegt.  Já Ásdís ég gef hernum gjarnan aura þegar þeir eru að safna. 

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 01:07

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo sorglegt sem það nú er þá hafa þeir sem kosnir voru í borgarstjórn verið uppteknir við annað en það sem þeir voru kosnir til og fá greitt fyrir. Nebblega valdabrölt.........

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 01:28

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kannast við margt af þessu fólki í gegnum vinnuna mína, það er skömm að því hvernig borgin fer með sína þegna.  Og spanderar hundruðum milljóna í húshrifli og annann óþarfa.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.9.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er svo sorglegt Jóna Kolbrún

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 01:36

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Makalaust að við skulum endalaust hafa tíma, peninga, vilja og mannskap til að hjálpa til allstaðar annarsstaðar en hér heima, við fæðum, klæðum og byggjum hús fyrir fólk, en ekki hér heima.

Nú er ég ekki að gera lítið úr starfi hjálparstofnana eða vilja fólks til að láta gott af sér leiða....

....en stundum finnst manni þetta snúast um skyndi-fix fyrir samviskuna, meinsemdirnar sjást, en enginn vill sjá þær hér heima...

...það er bara ekki nóg að loka augunum, það eina sem gerist þá er það að við sjáum ekkert...

Haraldur Davíðsson, 2.9.2008 kl. 02:06

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér Haraldur

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:42

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Góður og þarfur pistill Hólmdís!

Ég tek undir með Haraldi.

Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 02:48

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já við tökum undirmeð     Haraldi Sporðdreki

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 02:50

11 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Og rökin sem Jórunn notaði í Kastljósinu, sem sagt að aðsókn í húsaskjól sé búin að vera minni í sumar en síðasta vetur!!!! WHAT?

Auðvitað, þetta er besta sumar veðurfarslega, síðan mælingar hófust, hér í Reykjavík. Ber okkur að skilja það sem svo að Velferðarsvið beri ábyrgð á veðrinu ?

Þvílíkt...nei..ég ætla ekki að segja það...það væri dónalegt við veðurguðinn Jórunni...

Haraldur Davíðsson, 2.9.2008 kl. 02:51

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Já að hugsa sér, skrítið að fólk skuli frekar leita í húsaskjól á veturna en sumrin. Ég segi nú bara "Döööö"

Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 21:31

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já þetta voru alveg makalaus rök.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband