Ljósmæður eiga að fá góð laun.

....ég get ekki ímyndað mér starf sem er öllu dýrmætara þótt ekki sjáist það á launaseðlunum.  Tíðni ungbarnadauða  á Íslandi er einhver sú lægsta sem þekkist í heiminum þökk sé góðri menntun ljósmæðra og lækna. 

Það er hrein skömm og firra að þær þurfi að standa  í kjaradeilu til að fá störf sín metin og laun leiðrétt.   Dagpeningar menntamálaráðherra í Kína  voru svipaðir og laun ljósmæðra.


mbl.is Samfylkingarkonur vilja lausn ljósmæðradeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað á að ganga að öllum kröfum ljósmæðra.  Þetta er ein mikilvægasta stéttin í heilbrigðiskerfinu.

Jakob Falur Kristinsson, 2.9.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

að sjálfsögðu Jakob....tek fram að ég er ekki ljósmóðir

Hólmdís Hjartardóttir, 2.9.2008 kl. 18:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með ykkur Kobba, þetta er ekki spurning. Reyndar á að stokka öll launamál í heilbrigðisgeiranum upp og það í gær.  Við erum jú þyggjDuck 4  Duck 4 Duck 4 starfa þessa frábæra fólks.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það hefur verið á brattan að sækja í þessari samningalotu enda ljósmæður langt á eftir sambærilegum stéttum í launum. Mismunurinn er það mikill að ég efast um að samninganefndin nái fullri leiðréttingu í þetta sinnið.

Er farin að halda að samninganenfd ríksisins ætli sér yfir höfuð alls ekki að semja þannig að verkföll eru óumflýjanleg, því miður.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi slóðaskapur ríkisvaldsins er bara til skammar

Haraldur Bjarnason, 2.9.2008 kl. 22:39

6 identicon

Af hverju ferð þú ekki í framboð? þú hefur svo mikið fram að færa og hefur rétta húmorinn í þetta og reynslu. Það þarf tekjur til að reka velferðarkerfi og þú hefur vit á því og þú hefur líka vit á því að það þarf öflugt fólk til að láta þetta spila saman:-)

Soffía (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:49

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þETTA E

Guðrún Jóna þær fá einhverja bætur eins og hjúkrfr.

Sammála Haraldur.

Soffía takk fyrir að ætla mér allt þetta vit...........í framboð fer ég aldrei....ég bara kýs.   Og tuða.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta e átti nú ekki að koma þarna.

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 00:00

9 identicon

Ég tek undir það með Soffíu, í pólitík með þessa konu

Skora á þig Hólmdís

Jenný Árnadóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 00:59

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jenný ertu galin?

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 01:00

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ljósmæður eiga svo sannalega betri laun skilið, þær eru með 6 ára háskólanám í farteskinu.   Svo eru það hjúkrunarfræðingarnir, sjúkraliðarnir, kennararnir, leikskólakennararnir og allar hinar kvennastéttirnar.  Allar konur ættu að fara í verkföll til þess að fá jafnrétti í launaumslögunum, alltaf fá það sama og karlmaður með svipaða menntun hefur í laun. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2008 kl. 02:16

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

   tek undir það

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 02:22

13 Smámynd: Tína

Ég vona bara að þetta leysist sem allra allra fyrst. Að sjálfsögðu er þetta með mikilvægustu störfunum innan heilbrigðisgeirans. En ég finn til með sængurkonum og skil hvernig þeim líður og hversu óöruggar og jafnvel hræddar margar þeirra hljóta að vera. Ég man hvernig mér leið þegar ég átti að fara í stóran uppskurð sem lá á en á sama tíma brást á verkfall skurðstofuhjúkrunarfræðinga.

1000 kossar inn í daginn þinn yndislega kona.

Tína, 3.9.2008 kl. 07:19

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tina verkfallsrétturinn er svo takmarkaður að allar konur fá fulla aðstoð á fæðingardeildinni!     

Eigðu góðan dag

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 07:24

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Getum við ekki reynt að styðja þær í verki á einhvern hátt?  Ég væri til í eitt allsherjar kvennaverkfall til stuðnings ljósmæðrum.  Þetta er sú stétt, sem flestar konur þessa lands hafa eða munu þurfa að treysta á, á mikilvægustu augnablikum síns lífs.

Sigrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 07:33

16 Smámynd: Tína

Það er alveg rétt hjá þér elskan mín, en er þetta ekki rétt skilið hjá mér að á mörgum stöðum á landsbyggðinni þá sé hreinlega um neyðarástand að ræða? Eða er ég að misskilja þetta eitthvað?

Tína, 3.9.2008 kl. 09:53

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst launakröfur þeirra vera sanngjarnar og sjálfsagt að gengið sé að þeim. Þær hafa 6 ára háskólanám að baki.

Marta B Helgadóttir, 3.9.2008 kl. 11:01

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég held að það muni koma ósk um að almenningur gangi með þeim spöl í fyrramálið

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 11:25

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mata ég held að kröfurnar séu sanngjarnar.

Tina öllum konum verður hjálpað....læknarnir verða að setja upp hanskana

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 11:37

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Marta...

Hólmdís Hjartardóttir, 3.9.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband