Innkaupalisti unglingamóður.

þolinmæði í magnpakkningum.

eyrnatappar.

slatti af húmor. (stundum hefur hann verið lélegur)

þvottaduft.stór pakki.

Umburðarlyndi.

Skilningur.

morgungleði (virðist ófáanleg)

Hreingerningarþræll.

rauðvín (til að lifa af)

Ég bara finn ekki réttu búðina.W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta tekur GREINILEGA á.

Eiríkur Harðarson, 9.9.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Sporðdrekinn

 þetta er ekki auðveldasta starf í heimi!

Sporðdrekinn, 9.9.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sumir dagar eru verri en aðrir

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta eru erfiðir tímar bæði hjá unglingi og foreldri, en svo eru þeir liðnir áður en maður veit af.  Gangi ykkur vel

Sigrún Jónsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Það er bara berst að gera ekki neitt þegar svona stendur á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 9.9.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Beturvitringur

Kærleikur, kærleikur og kærleikur. Stjórn á eigin hugsun til að halda ró sinni (þolinmæði og umburðarlyndi)

Þetta er víst það eina sem dugar eftir að morgunógleðinni lýkur

Beturvitringur, 9.9.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir innlit

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 20:37

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bara nóg af rauðvíni......nóg til að baða sig í því.....ég á þrjár dætur, elsta er 18 ára...OH MY GOD!!!!!!!!!!!!...

....þetta er ekki leggjandi á nokkurn mann.....nema mig!

Haraldur Davíðsson, 9.9.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur hér er tæplega 16 og ein 18..............mig langar að flytja að heiman

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 22:30

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Næst þegar þú kemur heim úr vinnunni farðu þá beint að sofa. Þegar þú vaknar ferð þú út og lætur ekki sjá þig heima meðan unglingarnir eru þar. Laumast í vinnuna aftur.....bara þvo þvott af þér sjálfri....endurtakist í heila viku og athugað hver útkoman verður.....spurningar eins og hvað er í matinn....hvar eru buxurnar mínar...gerurrru látið mig hafa pening.......þær hverfa. Þetta tekur svona viku...en þá þarftu svo sannarlega húshjálp....og helling af rauðvíni.....

Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 22:48

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vala...........við sem vorum alltaf svo prúðar

Takk fyrir heilræðið Haraldur...........

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 22:53

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Æ æ, ekki finnst mér þetta svona erfitt, en minn er kannski ekki búinn að ná hátindi unglingsáranna ennþá

Lilja G. Bolladóttir, 10.9.2008 kl. 12:27

13 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Lilja............kannski eru strákar skárri á þessum aldri..........toppnum er vonandi náð hjá mér.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.9.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband