Ellefti september.

við hugsum öll það sama.            Hinn afdrifaríka 11. setember um árið.....2001 var ég á Egilsstöðum.  Fór snemma á fætur..........og hlustaði á útvarp.  Þannig bárust fyrstu fréttir.  Ég kveikti á sjónvarpinu...............og límdist við skjáinn.   Þurfti að mæta á kvöldvakt..................við vorum allar óvinnufærar.................límdar við skjáinn.   Og ég hugsaði........engin hryllingsmynd getur toppað  þetta.  Að horfa á fókið stökkva út í stað þess að stikna er öllum ógleymanlegt sen sáum.  Ekki mun Palin minnka áhuga fólks á að herja á BNA

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Viltu fræða mig hvers vegna Palin ætti að espa til frekari hryðjuverka? Er hún svona yfirmáta Kani?

Beturvitringur, 11.9.2008 kl. 03:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hún er mesta afturhald og fulltrúi "öfgakristinna" gilda.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 03:33

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég á vini sem bjuggu ekki langt frá, manni var sko ekki sama.

Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 05:06

4 Smámynd: Tína

Knús inn í daginn þinn darling. Hafðu það svo yndislega ljúft í dag sem og aðra daga.

Tína, 11.9.2008 kl. 06:36

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Já, þetta er einn af þeim dögum þar sem maður man hvar maður var.  Ég var í minni vinnu og fannst "útvarpsleikritið" svo skelfilega raunverulegt að ég slökkti á því og kveikti á sjónvarpinu

Sigrún Jónsdóttir, 11.9.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

takk öll fyrir innlit..........já myndirnar frá þessum degi eru ógleymanlegar og hryllilegar

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 11:08

7 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég gleymi heldur aldrei þessum degi. Ég var að tékka inn í flug í Leifsstöð á leið heim til Kaupmannahafnar, þegar allt flug var stoppað. Leifsstöð gaf enga skýringar og óvissan var mikil, hvað var eiginlega að gerast.

Íslendingarnir fengu stöðugt upplýsingar frá ættingjum í gegnum GSM símana sína, og gátu sagt útlendingunum að flugvélar væru að fljúga World Trade Center. Margir amerískir túristar voru á leiðinni heim, eftir sumarfrí í Evrópu. Margir brotnuðu saman og grétu.

Að lokum fengu flugvélar á leið til Evrópu að fara í loftið. Þá sá ég í fyrsta skiptið í lífinu, ameríska hermenn í fullum herklæðum um allt flugvallarsvæðið. Það ber nú venjulega lítið á þeim út um flugvélargluggann.

Allt dæmið var Flugleiðum ekki til sóma, það er o.k. að gefa upplýsingar um hvað er að gerast svo fólk haldi ró sinni. Og það er líka o.k. að gefa fleiri hundruðum ferðamanna kost á vatni að drekka a.m.k. þó það sé kaos.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:16

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

9/11 var upphafið að einhverju sem við eigum aldrei eftir að sjá fyrir endann á ...

....og við eigum aldrei eftir að fá sannleikann í þessu öllusaman.....

Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 14:36

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei 11. sept.  breyttist heimurinn......

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband