Á ísskápnum mínum er þetta.

Bresk könnun um maka.  Hinn fullkomni er læknir með góðan húmor.

Hin fullkomna kona er mjúkholda hjúkrunarfræðingur frá Sheffield en hinn fullkomni karlkyns félagi væri læknir frá Newcastle með ríkulegt skopskyn og smekk fyrir kasmírpeysum. Þetta er niðurstaða könnunar sem Grazia-tímaritið breska gerði um hinn fullkomna félaga.

Samkvæmt könnuninni laðast karlar síður að horrenglum og vilja helst að konur hafi brúna síða lokka. Þær eiga að brosa vingjarnlega og hafa áhuga á eldamennsku.

Meðan rúmum helmingi kvenna stendur á sama um fyrri kynlífsreynslu karlsins telja 97% kvenna að börn karla frá fyrra hjónabandi séu fráhrindandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hvar grófstu þetta upp.Eða fylgi þetta með ísskápnum.

Átt þú góðan dag Hólmdís

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.9.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

....ég fíl'ekki ávexti fornra ásta, ég var ekki þar,

ég fíl'ekki ávexti fornra ásta ég var ekki þar.

Og ég flæmi börnin út og ofaní miðstöðvarkompurnar. ( Megas)

.....hvað er þetta hjá breskum konum.......hmmm...

Haraldur Davíðsson, 11.9.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Anna Ragna..............var í Fréttablaðinu.

Haraldur....Megas klikkar ekki. Breskar konur hmm

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Breskar konur !!!!

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eigið þið ekki kasmírpeysur fyrsti og annar?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

eeemmm nei...svo stílsæll er ég nú ekki...

Haraldur Davíðsson, 12.9.2008 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband