16.9.2008 | 12:48
Ídentitetskrísa
Þessi ungi maður hefur greinilega ekki hugmynd um hvert hans hlutverk er á heimilinu. Það þarf einhver að upplýsa manngreyið um hlutverk karla i sambúð. En unga konan hefði kannski getað notað mildilegri aðferðir við að koma honum í skilning um þetta. Til hvers halda karlmenn að þeir séu? Þetta er annað af tvennu sem hægt er að nota þá til.
Minn heittelskaði fyrrverandi fann mér það nú til foráttu að vilja ekki uppþvottavél. Mér dugði að hann vaskaði upp en svo tók hann nú að bila....eins og gerist. Og enga varahluti að fá.
En ég get ekki opnað póstinn minn og það er ergelsið mitt í dag.
Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Til hvers halda karlmenn að þeir séu? Þetta er annað af tvennu sem hægt er að nota þá til."
Ef ég myndi nú halda þessu fram á minni bloggsíðu hér á moggabloggi, en myndi setja "kvennmenn" í stað "karlmenn" myndi, auk þess að ég væri sagður hinn mesti kvennhatari og karlremba, síðan mín vera lokuð og ég ákærður.
Svavar Bergsson (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:15
vonaðist einmitt eftir svona viðbrögðum
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 13:18
Jæja vinkona ertu að kjafta frá atvinnuleyndarmálum okkar kallanna.....
....
Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 13:37
Haraldur.....reiknaði alveg eins með að vera hökkuð í spað..
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 13:49
Ekki í minni hakkavél, ég sé enga ástæðu til að fjargviðrast útaf sannleikanum...
Haraldur Davíðsson, 16.9.2008 kl. 14:11
.....gat verið...láta ergelsi yfir stífluðum tölvupósti bitna á körlum....er uppvaskið kannski komið tölvuna?....
Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 15:31
Haraldur D.....nei þú ert alveg heiðskír
Haraldur B...æi ég skal reyna að vera mildari.....
Hólmdís Hjartardóttir, 16.9.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.