Eldhúsið mitt er að verða allaufgað.

Hver var að tala um haust?.....Kom heim úr  vinnu skömmu eftir miðnætti og fór beint út í garð að huga að lausamunum minnug næturinnar forðum þegar ég dansaði á náttkjólnum hér úti.  Vonandi losna ég við það í nótt.  En eldhúsglugginn minn er opinn og það er bara talsvert af laufum hér og mold í glugganum.  Svona veður  kallar á kertaljós og notalegheit.

Annars fann ég það í vinnunni í kvöld að margir eru veðurhræddir.  Vona að nóttin verði bærileg hjá ykkur og það fari nú ekki allt á flot.

Í minningunni eru rafmagnslausir  norðlenskir stórhríðardagar bara notalegir.  Kertaljós og kósýheit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Er svo sem ekki neitt veðurhrædd en samt ekki gott að fásvona svakalegt vatnsveður allt á floti allstaðar eða þannig hafðu góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sömuleiðis

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sko, Hólmdís, sko... Hér vesturfrá hefur jú vissulega verið rok og talsverð rigning, en í minningunni er þetta ekkert mikið öðruvísi en venjulega. Lárétt rigning, mjög íslensk, og trén leggjast nánast á hliðina í rokinu.

Ég held að undanfarin góðviðrisár með "útlenskri, lóðréttri" rigningu hafi gert okkur að dekurrófum og fengið okkur til að gleyma því hvernig alltaf hefur rignt á Íslandi - mikið og lárétt.

Enda hefur aldrei verið hægt að nota regnhlífar hér þar til fyrir fáeinum árum þegar útlenska rigningin fór að koma.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 02:19

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég skil ekki hversvegna ekki er verra veður hérna hjá mér, yfirleitt blæs hann frekar hraustlega hérna á Nesinu.  Húsið mitt hlýtur að vera í skjóli núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.9.2008 kl. 02:23

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

lognið fer sæmilega hratt yfir hér hjá mér..........en man miklu verri veður

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 02:28

6 Smámynd: Beturvitringur

Ég kannast við þessa næturdansa, reyndar á svölunum og hurðin skelltist föst, allt bólgið og vatnsósa.

Verst af öllu finnst mér að hafa misst af jarðskjálftanum. Það hefur sennilega verið hann sem vakti mig en þá var hann líka yfirstaðinn. Meiri skjálfta? Er það hvort eð er ekki það sem við viljum?

Beturvitringur, 17.9.2008 kl. 02:50

7 identicon

Var að vinna í nótt á hellisheiði. Verstu vindkviðurnar voru svo hvassar að jafnvel klukkur gengu ekki nema undan vindi og ég meig sama hlandinu tvisvar. Legg af stað heim núna kl. 8 eini gallinn við að hjóla heim í þessu veðri er sá að skórnir fyllast af vatni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 07:56

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Beturvitringur....jú það var hábölvað að missa af skjálftanum.

Húnbogi....úff ætlarðu að hjóla heim?  Karl í krapinu.  Ég veit hvaða dagur er í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, þriðjudagurinn 17. september, en eitthvað spes við hann meir?

DAns á náttkjólnum já, Regndansinn eða SVerðdansinn?

En Húnbogi er auðvitað hörkutól eins og þingeyingar nær og fjær eru auðvitað, nefni til dæmis Hákon hjólreiðakappa og háskólalærimeistara, þyrfti líklega "Tvöfaldan Ike" til að stoppa hann!

En viss rómantík já yfir hríðarbyljum og hökktandi rafmagnsljósi, þó maður hafi nú líka bölvað því í bland!

En man nú ekkert eftir þessari lóðréttu Láruhönnurigningu!? Hlýtur helst bara að hafa verið staðbundið veðurfyrirbæri á Vesturgötunni hennar lengst af!?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 12:14

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afsakiðafsakið, Miðvikudagur 17.. hlýt að hafa fengið sólstíng!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 12:15

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Magnús Geir þú hefur fengið sólstig....19 gráður á Akureyri kl 12. Systir Húnboga hefði átt fimmtugsafmæli í dag hefði hún lifað. Hún var bekkjarsystir mín allan grunnskólann

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 12:25

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sólsting............ég hef orðið fyrir of mikilli vindkælingu

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 12:27

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ó, vissi það ekki, en fallegt og virðingarvert hjá þér að minnast þess. Hélt þú værir bara að grínast eitthvað í sveitunganum.

Vona að Húnboga finnist það ekki leitt að ég fékk þig óvart til að segja frá þessu!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 12:59

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnboga þykir eflaust bara gott að við munum eftir henni

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 13:02

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...og uppvaskið á kafi í laufblöðum!!

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 14:46

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 14:47

17 identicon

Þakka hlýleg orð um hana systur mína heitna. Það er sjálfsagt að heiðra minningu hennar.

Til að forðast misskilning, þá hjólaði ég ekki frá Hellisheiði og heim, heldur frá Síðumúla og í Kópavog. Var að fá nýtt hjól af bestu gerð og það er algjör nautn að ferðast á því.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 16:04

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Húnbogi......það er nú öllu styttri leið en frá Hellisheiðinni........annars hjólar Árni Vill hiklaust austur í Grásíðu.   Já ég hugsa til systur þinnar í dag.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 16:38

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Árni Vill, er það einn þingeyskur hjólagarpurinn til?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 18:08

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Árni Vill er 71 eins árs hjólagarpur á Húsavík sem bjó á milli okkar Húnboga.  Hann er eins og unglingur.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband