Lágmarksframfærsla.

......þetta er þá örugglega talin lágmarksframfærsla.   6500x30 = 195000krónur á mánuði.  Því ættu engin laun að vera lægri en 200 þús það segir sig sjálft.   það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til að fólk lifi af lægri upphæð.   En fyrir 200 þús getur þú sofið, borðað og unnið og ekkert umfram það og ekki telst það neitt sældarlíf.   Lágmarksbætur hljóta að miðast við lágmarksframfærslukostnað.  Og fullorðið fólk sem vinnur fulla vinnu ætti nú að hafa ögn meira......svona rétt til þess að það borgi sig frekar að vinna en vera öryrki.

Svona lít ég nú á þetta.


mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og þessu þarf að hamra á Hólmdís.  Ef þetta er viðurkennd lágmarksframfærsla einhverstaðar í stjórnkerfinu, hvernig stendur þá á því að samið er um lægri upphæðir fyrir vinnandi fólk, sem þar að auki borgar skatta og aðrar skyldur af sínum launum?

Heimtum viðurkenndan og opinberan framfærslugrunn.

Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já Sigrún !!!!!! Þú reddar þessu þegar þú ert komin á þing.   Haraldur er kannski tilbúinn að kjósa þig

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sko, athugið það stúlkur að til þess að hafa 195 þúsund kall þarf venjulegur Íslendugr að vera með um 250 þúsund í tekjur á mánuði. Því þið megið ekki gleyma skattinum, lífeyrissjóði, félagsgjöldum og öllu því. Svo þarf venjulegur Íslendingur yfirleitt að borga af verðtryggðum húsnæðislánum, hann borgar fryir RÚV og margt fleira sem þessi hópur er ekki að gera. Svo kvarta þeir yfir húsnæðinu, mér sýndist nú að umgengnin væri vandamálið. En þeir voru með tölvu þarna og sjónvarp. - Jú ég væri til að kjósa Sigrúnu á þing.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur...............alveg rétt og það segir okkur bara hvað verið er að borga lág laun hér....langt undir framfæslukostnaði..........eigum við svo ekki bara að skora á Sigrúnu?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Launþegalaunin þurfa að vera kr. 300 þúsund á mánuði - fyrir skatta og skyldur- til þess að nálgast það sem hælisleitendur fá.  Gott innlegg í næstu kjarabaráttu.

Kolbrún Hilmars, 17.9.2008 kl. 18:00

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mér finnst nú hinn ljúflegi fv. fréttahaukur á austurlandi, fara örlítið út fyrir efnið með því að blanda eigin skoðunum á hælisleitendum og aðstæðum þeirra inn í málið, það er önnur ella, en að sjálfsögðu líka alvarleg sem lífskjara- og launamatið!ER nú efins Hólmdís góð, að t.d. margur almennur launamaður nái 200000 brúttó, hvað þá nettó, eða í ráðstöfunartekjur, en ábending HB auðvitað hárrétt um það, að um 250 þurfi til þess eða svo!

Í hvaða flokki er Sigrún?

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 18:00

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magnús þetta er bara það sem kemur fram í myndbandinu með fréttinni. Maðurinn kvartaði yfir aðbúnaðinum en svo voru sýndar myndir þar sem greinilegt var að umgengnin var ekki til fyrirmyndar. Þetta tengist allt fréttinni sem Hólmdís hengir bloggið við. Hólmdís Sigrún hefur 2-3 ár til að hugsa málið.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 18:18

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kolbrún......rétt

Magnús..............nei því fer víðs fjarri að allir fái laun sem duga til framfærslu.

Haraldur við verðum að vera dugleg að hvetja hana....launin hennar myndu líka hækka myndarlega.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 18:22

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt í góðu með það minn ágæti Haraldur, en ábendingin kom einfaldlega vegna þess að kvennskörungurinn kjarnyrti var bara ekki með hælisleitendurna sem slíka til umræðu, heldur var hún að leggja út af þessum tölum um kosnaðinn vegna þeirra.

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Magnús...Sigrún er kannski VG..........er ekki viss.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Hólmdís, þetta er rétt ályktað hjá þér. Auðvitað eiga þeir sem eru útivinnandi að geta lifað af laununum og að hælisleitandi sé með betri framfærslu en þeir sem t.d. skúra á LSH - það er argasti dónaskapur gagnvart þeim sem búa í landinu.

Það á auðvitað að borga sig að vinna!  

Sigrún Óskars, 17.9.2008 kl. 20:09

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sko mér er ekki alls varnað Sigrún.   Allt launakerfi í landinu er handónýtt.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 20:11

13 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég "Amena" þetta bara

Sporðdrekinn, 17.9.2008 kl. 20:12

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Amen á eftir efninu Sporðdreki

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 20:27

15 identicon

Þetta er ekki jafn einfalt og að margfalda 30*6500kr til að 195.000 lágmarkslaun.  inní þessum 6500 á dag fer launakostnaður fyrir starfsmenn og annar rekstrarkostnaður við þetta apparat

Jóhannes H (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:40

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

veit ég vel Jóhannes...............en af þessu er ekki dreginn skattur og launatengd gjöld

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 12:36

17 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Samkvæmt Hagstofu eru meðalneyslugjöld einstaklings 226 þúsund.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband