17.9.2008 | 20:57
Gengi matadorspeninganna ríkur upp.
.........Eins gott að ganga tryggilega frá þeim. Þeir hafa haldið betur verðgildi sínu en þeir fáu aurar sem manni hefur tekist að spara. Fólk hefur verið hvatt til að spara en til hvers? Ég man hvað ég fékk fyrir lambapeningana mína þegar ég loksins tók þá út. Öll lömbin mín dugðu fyrir lambalærissneiðum fyrir 2 á sínum tíma. Staðan er eins í dag. Betra að eiga lamb á fæti eða í kistu en lamb í bók. Þjóðin er hvött til að spara. Spara hvað? Til hvers?... Stór hluti af þjóðinni hefur of lágar tekjur til lágmarksframfærslu. Lánin okkar hækka dag frá degi. Matvælaverð er í allra hæstu hæðum. Við hættum að fara til læknis, tannlæknis , hvað þá heldur í klippingu eða á kaffihús.
Svo hlustar maður á Sjálfstæðisflokkinn guma af traustri efnahagsstjórn. Reyndar hef ég ekkert heyrt í fjárhirðinum síðan hann datt í það í réttunum. Mér sýndist hann ágætur í því svo ég sé nú dálítið pós.
Það hefur verið gamblað með lífeyrissjóðina okkar.
Nei....notið aurana hratt og örugglega....svo sem enginn vandi í dag.
Krónan veiktist um 2,48% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert "óborganleg" Hólmdís. Annars er ekki hlæjandi að þessum fjanda.
Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:04
Takk Sigrún en það ert þú nú líka En öllu gríni fylgir nokkur alvara.
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:11
Hún veiktist. Hvar eru umönnunarstéttirnar nú? - Farið báðar og hlynnið að þessum sjúklingi. - Sigrúnu á þing!!
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 21:18
Sigrúnu á þing í fyrradag. Haraldur við komum henni á þing!!!!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:23
Viljiði hættessu krakkar, það er ljótt að stríða fólki og ég veit að ykkur þykir vænna um mig en þetta.
Ég er búin að vera virk í pólitísku starfi, það hentar mér ekki
Sigrún Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:29
....er þetta einelti ?
Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 21:35
Sigrún ég skil mætavel að þig langi ekki á þing en við Haraldur erum að hugsa um þjóðarhag...kannski við ættum aðskora á strákinn líka?
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:38
Haraldur þetta er ekki einelti.............við viljum vel
Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.