27.9.2008 | 16:57
Eitt sinn var ég ung og fögur nú er ég bara fögur.
Nú ríður á að vera fögur sem forðum. Mun hitta svo marga frá fyrri tíð á eftir. Undirbúningur hófst þegar í gærmorgun. Já þeð tekur tíma og kostar peninga að ná fyrra aðdráttarafli. Byrjað var á að fara í klippingu og strípur til að undirstrika ljóskuna í mér. Nóttin var erfið skreið upp í rúm um tvöleytið....en var ítrekað vakin upp af afleggjurunum...svo mjög að ég fór oft fram og kíkti á tölvuna. Litla barnið vildi fá aura fyrir gosi um þrjúleytið. Eldra barnið var í mesta basli með að smygla hér inn folaldi. Henni tókst það.
Í dag hófst svo sparsl og málningarvinna.
Ætlaði að nota uppáhalds augnskuggann minn................horfinn
og nýja maskarann minn...................................................horfinn
og augnblýantinn...................greip í tómt
Svona er þetta alltaf...............samt hef ég fríkkað svo mikið síðustu klukkustund að ég verð bara feimin að líta í spegil
Athugasemdir
Ég þarf ekki einu sinni að vita hvernig þú lítur og finnst þú samt langflottust.
Þú gætir samt farið að setja spegilmyndina í höfundar boxið, svo ég geti þekkt þig í Bónus.
Góða skemmtun
Sigrún Jónsdóttir, 27.9.2008 kl. 17:13
hahaaha
Hólmdís Hjartardóttir, 27.9.2008 kl. 17:20
Góða skemmtun falleg
Sporðdrekinn, 27.9.2008 kl. 17:21
Og enn hlægjandi, núna m.a.s. farom að flissa!
Ert örugglega gullfalleg og UNGgæðisleg, flissið ber það með sér!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 17:49
Eitt sinn var ég ung og fögur,
ekki feit en varla mögur.
Af mér voru sagðar sögur
sannar eða lognar.
Ekki eru allar fjaðrir af mér flognar.
Hallmundur Kristinsson, 27.9.2008 kl. 19:26
haha, faglega og fagurlega samsettar hendingar hjá Hallmundi!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 19:57
Læsa snyrtivörurnar í öryggishólfi. Þoli ekki uppákomur sem þessar. Er að verða búin að ala svona ósiði úr Kötunni. Loksins....
Hitt er svo annað mál að þú ert falleg með eða án málningarvinnunnar, njóttu bara. Það er númer eitt, tvö og þrjú
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.9.2008 kl. 20:57
Er ekki myndin í "höfundar boxinu" skuggamynd af sjálfri þér?
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:14
EInhverjir sem ég þekki sem þú ert að hitta?? góða skemmtun.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2008 kl. 21:54
Góða skemmtun
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:10
Tú ert bara flott eins og tú ert akkurat núna mín kæra.
Gerdi ekkert til tó vantadi,maskara,meikid,augnskuggann,og allt hitt.
veit tú skemmtier tér vel í gærkveldi.
Fadmlag á tig inn í sælan sunnudag.
Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 06:20
Takk öll og sérstaklega Hallmundur
Hólmdís Hjartardóttir, 28.9.2008 kl. 11:39
Tek undir það, alltaf ástæða til að þakka Hallmundi fyrir kveðskapin sem hann skilur eftir, en hva, á ekki að svara öllum hinum aðdáendunum, t.d. svipta hulu af sjálfri þér, Dís hinnar eilífu fegurðar!?
En mikið held ég að "Dollurnar" þínar séu fínar fyrst þær stela svona öllu steini léttara frá múttu kinnroðalaust, vekja hana miskunarlaust margsinnis upp um nætur og það þegar hún örþreytt leggst loks til hvílu eftir að hafa stritað dagin út og inn til að eiga fyrir öllu draslinu sem þær svo bara stela!
Lífið er dásamlegt!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 16:08
Magnús minn er ekki lífið bara dásamlegt!!!!!!!!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 28.9.2008 kl. 16:54
Jú, í öllum þessum gráttklökka tregabllús tilverunnar, sem víst er bara rétt að byrja, er það þannig og það jafnvel þótt börnin séu þjófótt, óþekk, lýgin og lauslát!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.